Skip Navigation

Háskóli Íslands býður nú upp á Iðnaðarlíftækni sem nýja námsleið í nánu samstarfi við Alvotech

Business
05 April 2019

Háskóli Íslands býður nú upp á Iðnaðarlíftækni sem nýja námsleið í meistaranámi í nánu samstarfi við Alvotech. Námsleiðin skapar ótal möguleika fyrir nemendur til þátttöku í nýsköpun á sviði líftækni.

Hátæknisetur systurfyrirtækjanna Alvogen og Alvotech er staðsett innan Vísindagarða Háskóla Íslands og fyrirtækin vinna náið með starfsmönnum og nemendum Háskólans að rannsóknum ásamt því að koma að kennslu innan skólans.

  • Námið er kjörið fyrir þá sem hafa lokið grunnnámi í raun- eða lífvísindum, heilbrigðisvísindum, verkfræði eða öðru sambærilegu námi.
  • Nemendur öðlast víðan skilning á nýtingu líftækni í iðnaði.
  • Hagnýt rannsóknarverkefni í samstarfi við íslensk líftæknifyrirtæki eins og Alvotech sem starfar á alþjóðlegum líftæknilyfjamarkaði.
  • Sérfræðingar úr atvinnulífinu og vísindamenn frá Alvotech koma jafnframt að kennslu sem fer að hluta til fram í Hátæknisetri fyrirtækisins í Vatnsmýri.
  • Námið skapar nemendum ótal tækifæri í atvinnulífi, bæði hjá sprotafyrirtækjum og stærri fyrirtækjum og stofnunum í líftækni.

Kynningarfundur vegna námsins verður þann 11. apríl kl. 16:30 í stofu HT-102 á Háskólatorgi og nánari upplýsingar um námið er að finna á heimasíðu Háskólans: https://www.hi.is/idnadarliftaekni