Skip Navigation

Auglýsingaherferð Alvogen vinnur til alþjóðlegra hönnunarverðlauna

Business
18 September 2017

Auglýsingaherferð Alvogen vann til gullverðlauna á alþjóðlegu verðlaunahátíðinni Brand Impact Awards sem haldin var í Lundúnum þann 13. september síðastliðinn. Verðlaunin voru veitt fyrir lyfjaauglýsingar Alvogen á Íslandi en fyrirtækið var einnig tilnefnt til aðalverðlauna á hátíðinni. Herferð Alvogen var unnin af auglýsingastofunni Kontor Reykjavík og í nánu samstarfi við listamanninn Noma Bar.

Markmið herferðarinnar var að vekja athygli á nýjum lausasölulyfjum Alvogen og láta myndefnið tala sínu máli. Verk Noma Bar hafa birst í þekktum tímaritum og dagblöðum um allan heim og hefur hann hlotið fjölda verðlauna fyrir verk sín sem þykja bæði snjöll og hugmyndarík. 

Alvogen og Kontor Reykjavík hafa áður unnið til verðlauna og samstarf fyrirtækjanna verið farsælt. Hafa fyrirtækin unnið Lúðurinn, Íslensku Markaðsverðlaunanna auk fimm tilnefninga til sömu verðlauna fyrir þessa herferð.

Alex Jónsson, annar eigenda Kontor Reykjavík, var að vonum ánægður með árangurinn:

„Við hjá Kontor erum í skýjunum! Alvogen auglýsingarnar okkar halda áfram að vekja athygli — og nú úti í hinum stóra heimi með verðlaunum á alþjóðlegu Brand Impact Awards keppninni. Til hamingju Alvogen.“