Skip Navigation

Árlegur stjórnendafundur Alvogen haldinn á Íslandi

Business
07 February 2019

Árlegur fundur lykilstjórnenda Alvogen var haldinn á Íslandi í janúar þar sem saman voru komnir 110 alþjóðlegir stjórnendur fyrirtækisins. Á fundinum var farið yfir framtíðarsýn fyrirtækisins, áherslur og markmið fyrir komandi ár.

Alvogen heldur slíka fundi árlega en það sem gerði þennan fund sérstakan var að fyrirtækið fagnar tíu ára afmæli sínu í ár. Það gaf starfsmönnum fyrirtækisins sérstakt tilefni til að gleðjast yfir þeim stóru áföngum sem náðst hafa á þessum tiltölulega stutta tíma. Rekstarárið 2018 var það besta í sögu fyrirtækisins og eru árstekjur fyrirtækisins nú vel á annað hundrað milljarðar króna og starfsemi þess nær til 35 landa. 

Þema fundarins var Alvogen X factor og tengist 10 ára afmæli Alvogen og hefur einnig skemmtilega tilvísun í fyrirtækjamenningu Alvogen og þá einstöku hæfileika sem starfsfólk þess býr yfir. Það hefur endurspeglast í ævintýralegri uppbyggingu fyrirtækisins og árangri á undanförnum árum. Alvogen er nú í hópi stærstu samheitalyfjafyrirtækjum heims og systurfyrirtæki þess, Alvotech, er einnig í hraðri og farsælri uppbyggingu.

Á næstu vikum verða haldnir kynningarfundir á öllum starfsstöðvum fyrirtækisins þar sem áherslur samstæðunnar verða kynnt fyrir komandi ár ásamt áherslum einstakra markaða.