Skip Navigation

Árlegur stjórnendafundur Alvogen á Möltu

Business

Árlegur fundur lykilstjórnenda Alvogen var haldinn á Möltu í janúar þar sem saman voru komnir 120 alþjóðlegir stjórnendur fyrirtækisins. Á fundinum var farið yfir framtíðarsýn fyrirtækisins, áherslur og markmið fyrir komandi ár. 

Þema fundarins var breytingastjórnun (Be the Change) sem var áskorun til stjórnenda fyrirtækisins að Alvogen verði leiðandi afl í þeim breytingum sem framundan eru í samheitalyfjageiranum. Fundurinn var haldinn á Möltu en Alvogen opnaði þar skrifstofu árið 2014 en þar starfa nú um 70 manns á vegum fyrirtækisins.

Róbert Wessman var að vonum ánægður með viðburðinn: „Árið 2016 var viðburðarríkt hjá Alvogen sem náði hámarki með markaðssetningu samheitalyfjaútgáfu Tamiflu í desember. Við væntum þess að árið 2017 verði ár vaxtar og áframhaldandi breytinga á mörkuðum fyrirtækisins. Ársfundur með stjórnendum okkar er mikilvægur liður í því að stilla saman strengi og tryggja eftirfylgni á áherslum og markmiðum fyrir komandi ár.

Við munum sjá hlutdeild líftæknilyfja halda áfram að aukast og með uppbyggingu Alvotech á Íslandi teljum við okkur vel í stakk búin til að vera leiðandi í því breytingarferli sem samheitalyfjageirinn fer í gegnum um þessar mundir.“