Skip Navigation

Árlegur stjórnendafundur Alvogen haldinn í Tælandi

Business
15 February 2016

Árlegur fundur lykilstjórnenda Alvogen var haldinn í Tælandi í janúar þar sem saman voru komnir 115 stjórnendur fyrirtækisins. Á fundinum var farið yfir framtíðarsýn Alvogen og áherslur fyrir komandi ár. Þema fundarins var í kringum framtíðarsýn fyrirtækisins um að byggja upp leiðandi alþjóðlegt lyfjafyrirtæki sem verður "Preferred Partner" á öllum sínum markaðssvæðum.

Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, ásamt framkvæmdastjórum samstæðunnar kynntu markmið fyrirtækisins og svöruðu spurningum fundarmanna sem tóku virkan þátt. Hvert markaðssvæði Alvogen hélt vinnufundi þar sem markmið og áherslur hvers markaðssvæðis og sviða fyrir sig voru ræddar.