Skip Navigation

Alvotech systurfyrirtæki Alvogen tók þátt í Vísindavöku 2018 á vegum Rannís

Business
02 October 2018

Markmiðið með Vísindavökunni er að færa vísindin nær almenningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. 

Nokkrir vísindamenn frá Alvotech voru í Laugardalshöllinni og ræddu við áhugasama um hvernig það er að vera vísindamaður og starfa hjá Alvotech við þróun líftæknilyfja. Það kom þátttakendum frá fyrirtækinu skemmtilega á óvart hversu vel upplýstir og áhugasamir gestirnir voru um líftæknilyf og vísindin á bak við þau.

Yngri gestum fannst ekki síður spennandi að prófa varnarbúnað sem notaður er við framleiðslu líftæknilyfja og skoða ýmsan búnað sem finna má á rannsóknarstofum fyrirtækisins.

Rannís stendur fyrir Vísindavökunni á Íslandi, en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu síðasta föstudag í september undir heitinu European Researchers' Night.