Skip Navigation

Alvogen styrkir sýningu Errós í Listasafni Reykjavíkur

Business
30 October 2015

Lyfjafyrirtækið Alvogen er aðalstyrktaraðili nýrrar sýningar á verkum Errós sem opnuð verður í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, laugardaginn 31. október kl. 16. Sýningin ber heitið Málverk tveggja tíma – Tilurð Errós en umfjöllunarefni sýningarinnar eru mótunarár Errós frá 1955 til 1964.

SONJA SAGA, ER EITT ÞEIRRA VERKA ERRÓS SEM PRÝÐA MUN NÝTT HÁTÆKNISETUR Í VATNSMÝRI

Sýningin Tilurð Errós birtir mynd af listamanni sem mitt í hringiðu myndlistarheimsins, mest í Parísarborg, gerði ýmsar tilraunir og fetaði sig áfram í listinni. En sjá má hvernig Erró hverfur frá tjáningarfullu málverki til samtíningsverka og samklippimynda, sem hann er einkum þekktur fyrir á síðari árum.

Styrkveiting Alvogen nú er liður í samstarfi listamannsins og fyrirtækisins en verk Errós munu prýða nýjar höfðustöðvar Alvogen í Vatnsmýri og undirstrika þannig samstarf vísinda og lista.

„Fáir listamenn henta betur til samstarfs en Erró. Ekki aðeins er hann einn okkar fremsti listamaður og starfar líkt og Alvogen á alþjóðlegum vettvangi heldur eru þeir þræðir í verkum hans þar sem list og vísindi renna saman náskyld þeim hugmyndum sem uppi eru um listrými í nýju Hátæknisetri. Erró er auk þess einstakur maður sem hefur náð langt í sínu fagi, hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu, en hann er einnig mikill lífskúnstner, fjörugur og skemmtilegur. Það er okkur sönn ánægja að fá að starfa með meistara Erró og fá að njóta lista hans og samneytis. Einnig að geta lagt Listasafni Reykjavíkur lið við að miðla myndlist hans og gefa fleirum færi á að njóta verkanna. “

Róbert Wessman

Forstjóri Alvogen