Skip Navigation

Alvogen sigursælt í Barcelona

Business
06 October 2016

Lyfjafyrirtækið Alvogen vann til þriggja verðlauna á alþjóðlegri lyfjasýningu sem haldin er í vikunni. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og er að þessu sinni haldin í Barcelona þar sem öll stærstu lyfjafyrirtæki heims taka þátt. Alvogen hlaut verðlaun fyrir skráningu og markaðssetningu tveggja stórra lyfja í Evrópu á þessu ári. Alls hlaut Alvogen sjö tilnefningar til verðlauna en veitt voru verðlaun í fjórtán flokkum.

Verðlaunin bera heitið Global Generics & Biosimilars Awards og eru veitt af breska fagtímaritinu, Generics Bulletin, sem er stærsta alþjóðlega fréttaveita fyrir samheitalyfjageirann.

Sýningarbás Alvogen hlaut mikla athygli á sýningunni en hann er líkt og síðustu ár hannaður í samstarfi við Tvíhorf arkitekta. Keppt var í knattþrautum þar sem sigurvegari fékk áritaða treyju frá knattspyrnugoðinu Messi.

„Við erum mjög stolt af þeirri viðurkenningu sem við höfum fengið hér á sýningunni og ánægjulegt að hitta kollega og samstarfsfyrirtæki. Verðlaunin eru hvatning fyrir okkur og sýna að það er tekið eftir því sem við erum að gera. Mörg af okkar mikilvægustu viðskiptasamböndum hafa fæðst á þessarri sýningu á undanförnum árum og þessi viðburður er því afar mikilvægur fyrir okkar starfsemi.“

Róbert Wessman

Forstjóri Alvogen