Skip Navigation

Alvogen aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar KR

Charity
05 March 2014

Knattspyrnudeild Knattspyrnufélags Reykjavíkur og lyfjafyrirtækið Alvogen skrifuðu í dag undir samstarfssamning til næstu fjögurra ára. Samningurinn er sá stærsti og umfangsmesti í 115 ára sögu KR og nær til allra flokka félagsins, jafnt yngri flokka sem meistaraflokka karla og kvenna. Elsta knattspyrnufélag Íslands og eitt af framsæknustu fyrirtækjum landsins sameina nú krafta sína og hafa einsett sér að treysta enn frekar öflugt uppeldis- og afreksstarf KR.

Knattspyrnudeild Knattspyrnufélags Reykjavíkur og lyfjafyrirtækið Alvogen skrifuðu í dag undir samstarfssamning til næstu fjögurra ára. Samningurinn er sá stærsti og umfangsmesti í 115 ára sögu KR og nær til allra flokka félagsins, jafnt yngri flokka sem meistaraflokka karla og kvenna. Elsta knattspyrnufélag Íslands og eitt af framsæknustu fyrirtækjum landsins sameina nú krafta sína og hafa einsett sér að treysta enn frekar öflugt uppeldis- og afreksstarf KR.

„Við KR-ingar lítum á samstarfið sem mikilvægan þátt í að treysta frekar það starf sem KR hefur byggt upp síðastliðin 115 ár. Samstarfið við Alvogen mun styðja ungmenna- og afreksstarf KR sem elur bæði upp afreksfólk framtíðarinnar og félagsmenn sem eiga síðar eftir að taka þátt í starfi KR“

Kristinn Kjærnested

Formaður knattspyrnudeildar KR

„Við erum stolt af því að tengja okkar vörumerki við KR, öfluga stuðningsmenn félagsins og íslenska knattspyrnu. Sameiginleg gildi okkar er að vera í fremstu röð og Alvogen og KR hafa bæði langa og sterka sögu. Árangur Knattspyrnudeildar KR frá stofnun er einstakur og mun samstarf okkar miða að því að efla félagið enn frekar til framtíðar. Í gegnum alþjóðlegan styrktar- og góðgerðarsjóð Alvogen höfum við styrkt við fjölmörg samfélagsverkefni á okkar mörkuðum sem nú nær til 34 landa og samstarf okkar við KR er liður í því að byggja upp öfluga starfsemi hér á landi“

Róbert Wessman

Forstjóri Alvogen