Vortemyel

Vortemyel inniheldur virka efnið bortezomib sem er svokallaður „ próteasómhemill“. Próteasóm gegna mikilvægu hlutverki í stjórnun á virkni og vexti frumna. Með því að trufla virkni próteasóma getur bortezomib drepið krabbameinsfrumur.

Ábendingar:

  • VORTEMYEL sem einlyfjameðferð eða í samsettri meðferð með pegýleruðu liposomal doxorubicini eða dexametasoni er ætlað fullorðnum sjúklingum með versnandi mergæxli (multiple myeloma) sem hafa fengið a.m.k. eina fyrri meðferð og hafa þegar gengist undir ígræðslu blóðmyndandi stofnfrumna eða ef hún hentar ekki.
  • VORTEMYEL í samsettri meðferð með melfalani og prednisóni er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með áður ómeðhöndlað mergæxli, sem ekki hentar krabbameinslyfjameðferð í stórum skömmtum ásamt ígræðslu blóðmyndandi stofnfrumna.
  • VORTEMYEL í samsettri meðferð með dexametasoni eða ásamt dexametasoni og thalidomíði er ætlað sem innleiðslumeðferð hjá fullorðnum sjúklingum með áður ómeðhöndlað mergæxli, sem hentar krabbameinslyfjameðferð í stórum skömmtum ásamt ígræðslu blóðmyndandi stofnfrumna.
  • VORTEMYEL í samsettri meðferð með rituximabi, cyclophosphamíði, doxorubicini og prednisóni er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með áður ómeðhöndlað möttulfrumueitlaæxli þar sem ígræðsla blóðmyndandi stofnfrumna hentar ekki.

Frábendingar:

  • Ofnæmi fyrir virka efninu, fyrir bóri eða einhverju hjálparefnanna.
  • Bráð, dreifð lungnaíferð eða sjúkdómur í gollurshúsi. Þegar bortezomib er gefið samhliða öðrum lyfjum skal einnig skoða frábendingar í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir hin lyfin.

Markaðsleyfishafi: Zentiva, k.s.

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
L01XX - Æxlishemjandi lyf, önnur æxlishemjandi lyf
Virkt innihaldsefni
Bortezomib
Lyfjaform
Stungulyfsstofn, lausn.
Styrkleiki
3,5 mg/hgl
Magn
1 hettuglas

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá

VOR.R.2021.0001.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
1594543,5 mg/hgl1 hettuglas