Vinorelbine Alvogen

Vinorelbine Alvogen inniheldur virka efnið vínorelbín (sem tartrat) og tilheyrir flokki lyfja sem nefnast vinca-alkalóíðar og notuð eru til meðferðar við krabbameini. Vinorelbine Alvogen er frumu- og æxlishemjandi lyf í flokki vinca-alkalóíða, en ólíkt öllum öðrum vinca-alkalóíðum hefur byggingu katarantíns hluta vínorelbíns verið breytt. Sameindin verkar á örpíplakerfi frumunnar og hamlar fjölliðun túbúlíns og binst fyrst og fremst við örpíplur í kjarnaskiptingu (mítósu), aftur á móti hefur það aðeins áhrif á örpíplur í taugasíma við háa þéttni. Spíralverkun vínorelbíns er minni en hjá vínkristíni. Vinorelbine Alvogen blokkar kjarnaskiptingu við G2-M fasa, við það verður frumudauði í millifasanum eða í næstu kjarnaskiptingu.

Ábendingar:

Vinorelbine Alvogen er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum við:

  • Lungnakrabbameini, sem ekki er af smáfrumugerð.
  • Langt gengnu brjóstakrabbameini, þegar önnur meðferð á ekki við.

Frábendingar:

  • Ofnæmi fyrir vínorelbíni, öðrum vinca-alkalóíðum eða einhverju hjálparefnanna.
  • Sjúkdómur sem hefur veruleg áhrif á frásog.
  • Hluti maga eða smáþarma hefur verið fjarlægður með skurðaðgerð.
  • Fjöldi daufkyrninga <1.500 mm3 eða alvarleg, virk eða nýleg sýking (innan tveggja vikna).
  • Fjöldi blóðflagna <100.000/mm3
  • Brjóstagjöf.
  • Sjúklingar sem þurfa langtímameðferð með súrefni.
  • Samhliða bólusetning við gulusótt.

Markaðsleyfishafi: Alvogen Pharma Trading Europe EOOD

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
L01CA - Æxlishemjandi lyf, vinca-alkalóíðar og hliðstæður
Virkt innihaldsefni
Vínorelbín
Lyfjaform
Hylki
Styrkleiki
30 mg
Magn
1 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá

VIN.R.2021.0001.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
10448230 mg1 stk.