Varlota

Varlota inniheldur virka efnið erlótiníb. Varlota er lyf til meðferðar við krabbameini með því að koma í veg fyrir virkni próteins sem kallast húðþekjuvaxtarþáttarviðtaki. Elótiníb virka efnið í Varlota er húðþekjuvaxtarþáttaviðtaki/manna af gerð 1 (EGFR einnig þekkt sem HER1) týrósínkínasahemill. Erlótiníb er öflugur hemill á fosfórun innnan frumna á EGFR.  Í líkönum sem ekki eru klínísk veldur hömlun á EGFR fosfótýrósíni frumustöðnun og/eða dauða. Mikil virkni erlótiníbs við að hindra boðmiðlun af völdum EGFR í æxlum með slíkar stökkbreytingar í EGFR er talin stafa af sterkri bindingu erlótiníbs við ATP-bindiset í stökkbreyttum kínasahluta EGFR. Vegna þess að frekari boðmiðlun eftir boðferlinum er hindruð hættir frumuskipting og frumudauði hefst vegna virkni innri ferla fyrir stýrðan frumudauða. Vitað er að prótein þetta kemur við sögu við vöxt og dreifingu krabbameinsfrumna.

Varlota meðferð á að vera í umsjá sérfræðings með reynslu af notkun krabbameinslyfjameðferða.

Ábendingar:

Lungnakrabbamein sem er ekki af smáfrumugerð:

  • Varlota er ætlað sem fyrsta meðferðarval hjá sjúklingum með langt gengið lungnakrabbamein, staðbundið eða með meinvörpum, sem er ekki af smáfrumugerð, með virkjandi stökkbreytingum í húðþekjuvaxtarþáttarviðtaka (EGFR).
  • Varlota er einnig ætlað til viðhaldsmeðferðar sem skipt er yfir í hjá sjúklingum með langt gengið lungnakrabbamein, staðbundið eða með meinvörpum, sem er ekki af smáfrumugerð, með virkjandi stökkbreytingum í húðþekjuvaxtarþáttarviðtaka og stöðugan sjúkdóm eftir meðferð með krabbameinslyfjum sem voru fyrsta val.
  • Varlota er einnig ætlað til meðferðar hjá sjúklingum með langt gengið lungnakrabbamein, sem er staðbundið eða með meinvörpum sem er ekki af smáfrumugerð, eftir að a.m.k. ein krabbameinslyfjameðferð hefur brugðist. Hjá sjúklingum með æxli án virkjandi stökkbreytinga í húðþekjuvaxtarþáttarviðtaka er Varlota ætlað til meðferðar þegar önnur meðferðarúrræði eru ekki talin henta.
  • Þegar Varlota er ávísað á að hafa í huga þætti sem tengjast lengdri lifun.
  • Enginn ávinningur hvað varðar lifun eða önnur klínískt mikilvæg áhrif meðferðarinnar hafa komið fram hjá sjúklingum með æxli sem eru neikvæð með tilliti til EGFR samkvæmt mótefnalitun (immunohistochemistry).

Krabbamein í brisi:

  • Varlota ásamt gemcítabíni er ætlað til meðferðar hjá sjúklingum með krabbamein í brisi með meinvörpum.
  • Þegar Varlota er ávísað á að að hafa í huga þætti sem tengjast lengri lifun.
  • Ekki var hægt að sýna fram á ávinning hvað varðar lifun hjá sjúklingum með staðbundinn, langt genginn sjúkdóm.

Frábendingar:

  • Ofnæmi fyrir erlótiníbi eða einhverju hjálparefnanna

Markaðsleyfishafi: Zentiva, k.s.

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
L01EB - Önnur æxlishemjandi lyf, próteinkínasahemill
Virkt innihaldsefni
Erlotinib
Lyfjaform
Filmuhúðaðar töflur
Styrkleiki
100, 150 mg
Magn
30 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá

VAR.R.2021.0001.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
370901100 mg30 stk.
083019150 mg30 stk.