Valablis

Valablis inniheldur virka efnið valacíklóvír. Valacíklóvír, sem er veirusýkingalyf, er L-valínester acíklóvírs. Acíklóvír er púrín (gúanín) núkleósíðhliðstæða. Valacíklóvír er umbrotið hratt og nær algjörlega í acíklóvír og valín hjá mönnum, líklega fyrir tilstilli ensíms sem kallast valacíklóvírhýdrólasi. Acíklóvír hefur sértæka hemjandi verkun á herpes veirur. Það virkar með því að drepa eða stöðva vöxt veira sem kallast herpes simplex, hlaupabólu-ristilveirur (varicella zoster) og cýtómegalóveiru.

Ábendingar:

Varicella zoster-veirusýkingar (VZV) - ristill (herpes zoster)

Valablis er ætlað:

  • til meðferðar við ristli (herpes zoster) og ristli á augnsvæði, hjá fullorðnum með eðlilegt ónæmiskerfi.
  • til meðferðar við ristli hjá fullorðnum sjúklingum með væga eða miðlungsmikla ónæmisbælingu

Herpes simplex-veirusýkingar (HSV) Valablis er ætlað:

  • til meðferðar og bælingar á sýkingum af völdum herpes simplex í húð og slímhúð, þ.m.t. meðferð við fyrstu sýkingu af völdum kynfæraherpes hjá fullorðnum og unglingum með heilbrigt ónæmiskerfi og ónæmisbældum fullorðnum
  • til meðferðar við endurteknum kynfæraherpessýkingum hjá fullorðnum og unglingum með heilbrigt ónæmiskerfi og ónæmisbældum fullorðnum
  • til að koma í veg fyrir endurteknar kynfæraherpessýkingar hjá fullorðnum og unglingum með heilbrigt ónæmiskerfi og ónæmisbældum fullorðnu
  • til meðferðar og bælingar endurtekinna augnsýkinga af völdum herpes simplex

Klínískar rannsóknir hafa ekki verið gerðar hjá sjúklingum með sýkingu af völdum herpes simplex, sem eru ónæmisbældir af öðrum orsökum en vegna HIV-sýkingar.

Cýtómegalóveirusýkingar (CMV)

  • Valablis er ætlað til fyrirbyggjandi meðferðar við sýkingum og sjúkdómi af völdum cýtómegalóveiru eftir líffæraígræðslu hjá fullorðnum og unglingum.

Frábendingar:

  • Ofnæmi fyrir valacíklóvíri, acíklóvíri eða einhverju hjálparefnanna

Markaðsleyfishafi: Alvogen ehf.

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
J05AB - Núkleósíðar og núkleótíðar að undanskildum bakritahemlum
Virkt innihaldsefni
Valacíklóvír
Lyfjaform
Filmuhúðaðar töflur
Styrkleiki
500 mg
Magn
40 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá

VAL.R.2021.0001.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
068555500 mg40 stk.