Travoprost Alvogen
Travoprost Alvogen augndropar innihalda virka efnið travóprost. Travoprost Alvogen er eitt af lyfjunum í lyfjaflokki sem nefnist prostaglandínhliðstæður. Verkun þess felst í að auka vökvaútflæði sem veldur lækkun á þrýstingi í auganu. Travóprost, prostaglandín F2α-hliðstæða, er mjög sértækur örvi sem hefur mikla sækni í prostaglandín FPviðtaka og dregur úr augnþrýstingi með því að auka útflæði augnvökva um bjálkanet og æðahjúpsgöng. Lækkun á augnþrýstingi hjá mönnum hefst um 2 klst. eftir gjöf og hámarksverkun næst eftir 12 klst. Hægt er að ná verulegri lækkun augnþrýstings í meira en 24 klst. með einum skammti.
Nota má lyfið eitt sér eða ásamt öðrum dropum, t.d. beta-blokkum, sem einnig lækka þrýsting. Þeir eru notaðir til meðferðar við háum augnþrýstingi hjá fullorðnum, unglingum og börnum tveggja mánaða og eldri. Þessi þrýstingur getur leitt til sjúkdóms sem nefnist gláka. Hár augnþrýstingur. Augun innihalda tæran, vatnskenndan vökva sem nærir augað að innan. Vökvinn er í sífelldri endurnýjun. Hann tæmist úr auganu og meiri vökvi er stöðugt framleiddur. Ef augað fyllist hraðar en það tæmist byggist þrýstingurinn inni í auganu upp. Ef þrýstingurinn verður of hár, getur sjónin skaddast.
Ábendingar:
- Til að lækka hækkaðan augnþrýsting hjá fullorðnum sjúklingum með háan augnþrýsting eða gleiðhornsgláku
- Til að lækka hækkaðan augnþrýsting hjá börnum á aldrinum tveggja mánaða að 18 ára aldri með háan augnþrýsting eða barnagláku
Frábendingar:
- Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
Markaðsleyfishafi: Alvogen
Ítarupplýsingar
- Tegund lyfs
- S01EE - Augnlyf-gláku- og ljósopsþrengjandi lyf-prostaglandínhliðstæður (analogues)
- Virkt innihaldsefni
- Travóprost
- Lyfjaform
- Augndropar, lausn
- Styrkleiki
- 40 mcg/ml
- Magn
- 2,5 ml
Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá