Posaconazol Alvogen

Posaconazol Alvogen inniheldur virka efnið posakónazól. Það tilheyrir lyfjaflokki sem nefnist „sveppalyf“. Það er notað til að koma í veg fyrir og meðhöndla margar mismunandi sveppasýkingar. Verkun lyfsins felst í því að deyða eða stöðva vöxt sumra sveppategunda sem valda sýkingum. Posakónazól hamlar ensíminu lanosteról 14α-demetýlasa (CYP51), sem hvetur nauðsynlegt þrep í lífefnamyndun ergosteróls.

Ábendingar:

Posaconazol Alvogen eru ætlað til meðferðar við eftirfarandi sveppasýkingum hjá fullorðnum:

  • Ífarandi aspergillosis hjá sjúklingum með sjúkdóm sem svarar ekki amfótericíni B eða ítrakónazóli eða hjá sjúklingum sem þola þessi lyf ekki
  • Fusariosis hjá sjúklingum með sjúkdóm sem svarar ekki amfótericíni B eða hjá sjúklingum sem þola ekki amfótericín B
  • Chromoblastomycosis og mycetoma hjá sjúklingum með sjúkdóm sem svarar ekki ítrakónazóli eða hjá sjúklingum sem þola ekki ítrakónazól
  • Coccidioidomycosis hjá sjúklingum með sjúkdóm sem svarar ekki amfótericíni B, ítrakónazóli eða flúkónazóli eða hjá sjúklingum sem þola ekki þessi lyf.

Skilgreiningin á því að svara ekki meðferð er versnun á sýkingu eða engin batamerki eftir að minnsta kosti 7 daga fyrri meðferðarskammta af virku sveppalyfi.

Posaconazol Alvogen er einnig ætlað sem fyrirbyggjandi meðferð við ífarandi sveppasýkingum hjá eftirtöldum sjúklingum:

  • Sjúklingum sem fá lyfjameðferð við bráðu kyrningahvítblæði eða mergmisþroska (myelodysplastic syndromes) með það að markmiði að ná fram sjúkdómshléi, og sem búast má við að leiði til viðvarandi daufkyrningafæðar og sem eru í mikilli hættu á að fá ífarandi sveppasýkingar
  • Sjúklingum sem fá ígræðslu blóðmyndandi stofnfrumna (HSCT) og fá háskammtaónæmisbælandi meðferð við hýsilssótt (graft versus host disease) og sem eru í mikilli hættu á að fá ífarandi sveppasýkingar.

Vísað er í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir posakónazól mixtúru, dreifu varðandi notkun við hvítsveppasýkingu í munni og koki.

Frábendingar:

  • Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • Samhliða gjöf ergotalkalóíða
  • Samhliða gjöf CYP3A4 hvarfefna terfenadíns, astemízóls, cisapríðs, pímozíðs, halofantríns eða kínidíns þar sem það getur leitt til hækkunar á plasmaþéttni þessara lyfja, sem leiðir til lengingar á QTc-bili og örsjaldan torsades de pointes
  • Samhliða gjöf HMG-CoA redúktasa-hemlanna simvastatíns, lovastatíns og atorvastatíns

Markaðsleyfishafi: Alvogen Pharma Trading Europe EOOD

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
J02A - Sveppasýkingalyf til altækrar notkunar (systemic use)
Virkt innihaldsefni
Posacónazól
Lyfjaform
Magasýruþolnar töflur
Styrkleiki
100 mg
Magn
24 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá

POS.R.2021.0001.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
055825100 mg24 stk