Omeprazol Alvogen

Omeprazol Alvogen inniheldur virka efnið omeprazol. Það tilheyrir flokki lyfja sem kallast „prótónpumpuhemlar“. Þeir verka með því að draga úr sýruframleiðslu í maga.

Ábendingar:

Omeprazol Alvogen er ætlað til notkunar fyrir:

Fullorðna:

  • Meðferð við skeifugarnarsárum 
  • Til að koma í veg fyrir endurkomu skeifugarnarsára
  • Meðferð við magasárum • Til að fyrirbyggja endurkomu magasára
  • Ásamt viðeigandi sýklalyfjum til að uppræta Helicobacter pylori (H. pylori) í sárasjúkdómi í meltingarvegi
  • Meðferð við maga- og skeifugarnarsárum tengdum bólgueyðandi gigtarlyfjum
  • Til að koma í veg fyrir maga- og skeifugarnarsár tengd bólgueyðandi gigtarlyfjum hjá sjúklingum í áhættuhópi
  • Meðferð við bakflæðisvélindabólgu
  • Langtíma meðferð hjá sjúklingum með bakflæðisvélindabólgu sem hefur læknast
  • Meðferð við maga-vélinda-bakflæðissjúdómi (GERD) með einkennum
  • Meðferð við Zollinger-Ellison heilkenni

Börn eldri en 1 árs og ≥ 10 kg: 

  • Meðferð við bakflæðisvélindabólgu
  • Meðferð við einkennum brjóstsviða og nábíts vegna maga-vélinda-bakflæðissjúdóms (GERD)

Börn og unglingar eldri en 4 ára:

  • Ásamt sýklalyfjum til meðferðar við skeifugarnarsári af völdum H. pylori

Frábendingar:

  • Ofnæmi fyrir omeprazoli, útskiptum (substituted) benzimidazolum eða einhverju hjálparefnanna
  • Eins og á við um aðra prótónpumpuhemla, má ekki nota omeprazol ásamt nelfinaviri

    Markaðsleyfishafi: Alvogen ehf.

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
A02B - LYF VIÐ MAGA- OG SKEIFUGARNARSÁRI OG VÉLINDABAKFLÆÐI, Prótónpumpuhemlar
Virkt innihaldsefni
Ómeprazól
Lyfjaform
Sýruþolin hylki
Styrkleiki
20 mg
Magn
100 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá

OME.R.2023.0001.03

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
09643520 mg100 stk