Xýlómetazól

Nasogen

Lausasölulyf við nefstíflu.

  • Auðveldar öndun í gegnum nef.
  • Xýlómetazól veldur almennt ekki ertingu í slímhúð, jafnvel hjá sjúklingum með mjög viðkvæma slímhúð.
  • Sama virka innihaldsefni og er í Otrivin.

Minnkar þrota í slímhúðum í nefi og hálsi og auðveldar sjúklingum með kvef að anda í gegnum nefið.

Ábending: Dregur úr aukinni slímmyndun í tengslum við nefslímubólgu og skútabólgu.

Notkunarleiðbeiningar:

Börn á aldrinum 2 til 10 ára: Nota skal 0,5 mg/ml. Einn úðaskammtur (0,07 ml) í hvora nös, ekki oftar en þrisvar á dag, mest 7 daga í senn. Tíminn á milli skammta skal ekki vera styttri en 8 klst.

Fullorðnir og börn eldri en 10 ára: Einn úðaskammtur (0,14 ml) í hvora nös, ekki oftar en þrisvar á dag, mest 7 daga í senn. Tíminn á milli skammta skal ekki vera styttri en 6 klst.

Notkun úðans:

Ekki er víst að nýr úði virki í fyrsta sinn. Þú gætir þurft að undirbúa glasið með því að úða nokkrum sinnum þar til fínn úði myndast. Úðinn er nú tilbúinn til notkunar.

  • Nefúðinn er með hlífðarlok sem ver stútinn og heldur honum hreinum. Mundu að fjarlægja það áður en úðinn er notaður.
  • Snýttu þér gætilega.
  • Settu stútinn í aðra nösina og haltu glasinu uppréttu.
  • Úðaðu einu sinni um leið og þú andar rólega inn í gegnum nefið.
  • Hreinsaðu stútinn með þurri pappírsþurrku og settu lokið á aftur eftir notkun.

Til að tryggja hreinlæti skal ávallt sami einstaklingur nota sama nefúðaglas af Nasogen nefúða, lausn.

LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN.

Ítarupplýsingar

Virkt innihaldsefni
Xýlómetazólín hýdróklóríð
Lyfjaform
Nefúði, lausn
Styrkleiki
1 mg/ml
Magn
10 ml

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

NAG.L.A.2022.0002.01

Sölustaðir

Fæst í næsta apóteki.