Nasofan
Nasofan inniheldur virka efnið fluticasonprópíónati. Fluticasonprópíónat tilheyrir flokki lyfja sem kallast barksterar. Nasofan nefúði hefur bólgueyðandi verkun. Þegar honum er úðað í nefið dregur hann úr bólgu og ertingu. Hann er notaður til að draga úr og meðhöndla árstíðabundna ofnæmisbólgu í nefi (t.d. ofnæmiskvef) og langvarandi ofnæmisbólgu í nefi (t.d. nefstíflu eða nefrennsli og hnerra og kláða af völdum rykmaura eða dýra eins og katta og hunda). Lyfið má nota handa fullorðnum og börnum, 4 ára og eldri.
Ábendingar:
- Nasofan nefúði er ætlaður til fyrirbyggjandi meðferðar og meðferðar hjá fullorðnum og börnum, 4 ára og eldri, við árstíðabundinni ofnæmisbólgu í nefi (þ.m.t. ofnæmiskvefi) og langvarandi nefslímubólgu.
Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
Markaðsleyfishafi: Teva Sweden AB.
Ítarupplýsingar
- Tegund lyfs
- R01AD- ÞROTAMINNKANDI LYF OG ÖNNUR NEFLYF TIL STAÐBUNDINNAR NOTKUNAR, BARKSTERAR
- Virkt innihaldsefni
- Flútíkasón
- Lyfjaform
- Nefúði
- Styrkleiki
- 50 mcg/sk
- Magn
- 150 skammtar
Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - serlyfjaskra.is