Flútíkasón 50 mcg/skammt

Nasofan

Lausasölulyf við ofnæmiskvefi.

  • Staðbundin verkun.
  • Flútíkasón er steri sem dregur úr árstíðabundinni bólgu í nefi og einkennum hennar.
  • Nóg að nota 1x á sólarhring.

Ábending: Nasofan nefúði er ætlaður til að draga úr og meðhöndla árstíðabundna ofnæmisbólgu í nefi (þ.m.t. ofnæmiskvefi) hjá fullorðnum, 18 ára og eldri.

Notkunarleiðbeiningar:

Fullorðnir, 18 ára og eldri: Ráðlagður skammtur er tveir úðaskammtar í hvora nös einu sinni á dag (200 míkróg) helst að morgni. Í sumum tilfellum getur verið nauðsynlegt að nota tvo úðaskammta í hvora nös tvisvar á dag (400 míkróg). Þegar stjórn hefur náðst á einkennum má nota viðhaldsskammt, sem er einn úðaskammtur í hvora nös einu sinni á dag (100 míkróg). Ef einkenni koma fram að nýju má auka skammt í samræmi við það. Hámarksskammtur skal ekki fara yfir fjóra úðaskammta (400 míkróg) í hvora nös daglega. Nota skal minnsta skammt sem nægir til að hafa stjórn á einkennum.

Hristið nefúðaglasið fyrir notkun.

Það getur tekið nokkra daga fyrir lyfið að virka þrátt fyrir reglulega notkun. Þegar bati hefur náðst á að halda áfram að nota minnsta skammt sem þarf til að hafa stjórn á einkennum. Hefja skal meðferð við frjókornaofnæmi eins fljótt og hægt er, jafnvel áður en frjókornatímabilið hefst.

LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN.

Ítarupplýsingar

Virkt innihaldsefni
Flútíkasón
Lyfjaform
Nefúði
Styrkleiki
50 mcg/skammt
Magn
60 skammtar

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

NAS.L.A.2021.0005.01

Sölustaðir

Fæst í næsta apóteki.