Moclobemid ratiopharm

Moclobemid ratiopharm inniheldur virka efnið móklóbemíð. Moclobemid tilheyrir flokki lyfja sem kallast sértækir mónóamínoxidasa-hemlar (MAO-hemlar). Moclobemid er þunglyndislyf sem verkar á mónóamínvirka taugaboðefnakerfið í heila með afturkræfri hömlun á mónónamín oxídasa, einkum tegund A (RIMA). Þannig dregur úr umbrotum noradrenalíns, dópamíns og serótóníns, sem veldur aukinni utanfrumuþéttni þessara taugaboðefna.

Ábendingar: 

  • Moclobemid er ætlað til meðferðar við alvarlegu þunglyndi.

Frábendingar: 

  • Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • Skyndilegt rugl
  • Sjúklingar með krómfíklaæxli (pheochromocytoma)
  • Ekki á að nota moclobemid fyrir börn þar sem klíníska reynslu af notkun lyfsins hjá börnum er ekki til staðar
  • Ekki má nota moclobemid samtímis eftirfarandi lyfjum:
    undefinedundefinedundefinedundefinedundefinedundefinedundefinedundefined

Markaðsleyfishafi: ratiopharm GmbH*

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
N06AG - Þunglyndislyf,, MAO-hemlar, tegund A
Virkt innihaldsefni
Móklóbemíð
Lyfjaform
Filmuhúðaðar töflur
Styrkleiki
150, 300 mg
Magn
60, 100 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá

MOC.R.2021.0001.02

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
009117150 mg100 stk.
009099300 mg60 stk.