Mifepristone Linepharma

Mifepristone Linepharma inniheldur virka efnið mífepristón. Mífepristón er samtengdur steri með and-prógestógen virkni þar sem hann keppir við prógesterón um prógesterón-viðtaka. Lyfið er andhormónalyf sem hindrar verkun prógestógens, hormóns sem er nauðsynleg fyrir áframhald meðgöngu. Mifepristone Linepharma getur því valdið fóstureyðingu.

Í þeim tilgangi að stöðva þungun má aðeins ávísa og gefa Mifepristone Linepharma 200 mg tafla og prostaglandín í samræmi við lög og reglugerðir viðkomandi lands.

Ábendingar:

  • Eyðing fósturs í legi með lyfi samhliðameðferð með prostaglandínhliðstæðu allt að 63 dögum eftir fyrsta dag síðustu blæðinga.

Frábendingar:

Lyfinu má alls ekki ávísa við eftirfarandi aðstæður:

  • þekkt ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • langvinna nýrnabilun,
  • astma sem ekki er stjórnað með meðferð, o erfðatengda porfýrínvillu,
  • þungun sem ekki er staðfest með ómskoðun eða lífefnaprófi,
  • meðgöngu umfram 63 daga eftir síðustu tíðir, 2
  • grun um utanlegsfóstur,
  • frábending við valda prostaglandínhliðstæðu

Markaðsleyfishafi: Amring

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
G03XB - Önnur kynhormón og lyf með mótandi áhrif á kynfæri/og-prógestógenlyf
Virkt innihaldsefni
Mífepristón
Lyfjaform
Töflur
Styrkleiki
200 mg
Magn
1 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá

MIF.R.2021.0001.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
080987200 mg1 stk.