Lamotrigin ratiopharm

Lamotrigin ratiopharm dreifitöflur innihalda virkaefnið lamótigín. Lamótigín tilheyrir flokki lyfja sem kallast flogaveikilyf. Niðurstöður lyfjafræðilegra rannsókna benda til þess að lamotrigin sé notkunar- og spennuháður hemill á spennustýrð natríumgöng. Það hindrar viðvarandi, endurtekin taugaboð og hindrar losun glútamats (taugaboðefnisins sem gegnir lykilhlutverki við myndun flogakasta). Líklegt er að þessi áhrif stuðli að krampastillandi eiginleikum lamotrigins. Aftur á móti hefur verkunarhátturinn sem stuðlar að lækningalegri verkun lamotrigins við geðhvarfasýki ekki verið staðfestur, þótt líklegt sé að víxlverkun við spennustýrð natríumgöng gegni þar mikilvægu hlutverki. 

Ábendingar: 

Flogaveiki:

Fullorðnir og unglingar 13 ára og eldri

  • Samhliða öðrum lyfjum eða eitt sér til meðferðar við hlutaflogum eða alflogum, þ.m.t. krampaflogum (tonic-clonic).
  • Flog tengd Lennox-Gastaut heilkenni. Lamotrigin ratiopharm dreifitöflur eru gefnar sem viðbótarmeðferð, en geta verið fyrsta flogaveikilyfið sem byrjað er á við Lennox-Gastaut heilkenni.

Börn og unglingar á aldrinum 2 til 12 ára

  • Samhliða öðrum lyfjum til meðferðar við hlutaflogum og alflogum, þ.m.t. krampaflogum og flogum tengdum Lennox-Gastaut heilkenni.
  • Eitt sér til meðferðar við dæmigerðum störuflogum.

Geðhvarfasýki:

Fullorðnir 18 ára og eldri - Til að fyrirbyggja þunglyndislotur hjá sjúklingum með geðhvarfasýki af tegund I, sem einkum upplifa þunglyndislotur.

Lamotrigin ratiopharm dreifitöflur eru ekki ætlaðar til bráðameðferðar við oflætis- eða þunglyndislotum.

Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.

Markaðsleyfishafi: ratiopharm GmbH*.

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
N03AX - Önnur flogaveikilyf
Virkt innihaldsefni
Lamótrigín
Lyfjaform
Dreiftöflur
Styrkleiki
25, 50, 100 og 200 mg
Magn
50, 100 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá

LAM.R.2021.0001.02

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
09837825 mg50 stk.
09838750 mg50 stk.
098405100 mg100 stk.
098423200 mg100 stk.