Imatinib ratiopharm

Imatinib ratiopharm er lyf sem inniheldur virkt efni sem kallast imatinib. Imatinib er smá-sameinda prótein-týrosín-kínasahemill og virkar með því að hindra vöxt óeðlilegra frumna.

Ábendingar: 

Imatinib ratiopharm er ætlað til meðferðar hjá:

  • Fullorðnum og börnum með nýlega greint Fíladelfíulitnings (bcr-abl) jákvætt (Ph+) langvarandi kyrningahvítblæði (chronic myeloid leukaemia (CML)), þar sem beinmergsskipti eru ekki talin eiga við sem fyrsta meðferð.
  • Fullorðnum og börnum með Ph+ CML í stöðugum (chronic) fasa eftir að meðferð með interferon-alfa hefur ekki borið árangur, eða í hröðunarfasa (accelerated phase) eða bráðafasa (blast crisis).
  • Fullorðnum og börnum með nýlega greint Fíladelfíulitnings-jákvætt, brátt eitilfrumuhvítblæði (acute lymphoblastic leukaemia) (Ph+ ALL) í tengslum við krabbameinslyfjameðferð.
  • Fullorðnum sjúklingum með endurkomið eða þrálátt Ph+ ALL, sem einlyfjameðferð.
  • Fullorðnum sjúklingum með mergrangvaxtarsjúkdóma/mergfrumnafjölgunarsjúkdóma (myelodysplastic/myeloproliferative diseases (MDS/MPD)) í tengslum við PDGFR (plateletderived growth factor receptor) endurröðun erfðavísa.
  • Fullorðnum sjúklingum með langt gengið rauðkyrningagers-heilkenni (hypereosinophilic syndrome (HES)) og/eða langvarandi rauðkyrningahvítblæði (chronic eosinophilic leukaemia (CEL)) með FIP1L1-PDGFRα endurröðun.

Áhrif imatinibs á niðurstöðu beinmergsskipta hafa ekki verið staðfest.

Imatinib ratiopharm er ætlað til:

  • Meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með Kit (CD 117) jákvæð, óskurðtæk og/eða illkynja æxli í stoðvef maga og þarma með meinvörpum (gastrointestinal stromal tumours (GIST)).
  • Viðbótarmeðferðar (adjuvant treatment) hjá fullorðnum sjúklingum, sem eru í verulegri hættu á endurkomu æxlis, eftir brottnám (resection) Kit (CD 117)-jákvæðs GIST. Sjúklingar sem eru í lítilli eða mjög lítilli hættu á endurkomu æxlis ættu ekki að fá viðbótarmeðferð.
  • Meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með óskurðtækt gnúpahúðbandvefs-sarkmein (dermatofibrosarcoma protuberans (DFSP)) og fullorðnum sjúklingum með endurkomið DFSP og/eða DFSP með meinvörpum, ef skurðaðgerð á ekki við.

Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.

Markaðsleyfishafi: Alvogen ehf.

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
L01XE - Æxlishemjandi lyf, prótein-týrosín-kínasahemill
Virkt innihaldsefni
Imatiníb
Lyfjaform
Filmuhúðaðar töflur
Styrkleiki
100, 400 mg
Magn
30, 120 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is

IMA.R.2021.0001.02

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
516803100 mg120 stk.
384858400 mg30 stk.