Ibuxin
Ibuxin töflur innihalda virka efnið íbúprófen. Íbúprófen er svokallað bólgueyðandi verkjalyf sem dregur úr framleiðslu efna sem valda verkjum og bólgu í líkamanum. Með hjálp íbúprófens hverfa verkirnir og hitatilfinning, roði og þroti minnka. Íbúprófen lækkar einnig hita.
Ábendingar:
- Liðagigt, barnaliðagigt (Still sjúkdómur), hrygggikt (spondylous arthropathies), liðbólga í kjölfar sýkingar og sóraliðagigt. Liðhrörnun. Vefjagigt.
- Bráður verkur vegna þvagsýrugigtar. Aðrir bandvefssjúkdómar sem þarfnast meðferðar með bólgueyðandi verkjalyfjum. Bráður verkur í stoðkerfi og verkur í kjölfar slyss. Verkur eftir aðgerð og verkur og bjúgur vegna tannaðgerða.
- Tíðaverkur. Meðferð við miklum tíðablæðingum hjá konum sem nota lykkju.
- Fyrirbyggjandi meðferð og meðferð við mígreniköstum.
- Tímabundnir verkir og hiti, svo sem einkenni flensu vegna veirusýkinga eða inflúensu, vöðvaverkir og liðverkir, höfuðverkur og tannverkur.
Frábendingar:
- Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.
- Alvarleg hjartabilun (NYHA flokkur IV). - Síðasti þriðjungur meðgöngu (vikur 28-40 á meðgöngu).
- Þetta lyf skal ekki gefa sjúklingum sem vitað er að hafa áður fengið einkenni eins og berkjukrampa, astma, nefslímubólgu, ofnæmisbjúg eða ofsakláða eftir inntöku acetylsalicylsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja.
- Aðstæður sem valda hættu á magablæðingu (svo sem hjá sjúklingum sem fá meðferð með segavarnarlyfjum, sjúklingum með dreyrasýki og sjúklingum með blóðflagnafæð eða skerta lifrarstarfsemi).
- Fyrri magablæðingar eða rof í tengslum við meðferð með bólgueyðandi gigtarlyfjum.
- Brátt magasár eða blæðing vegna slíks sárs eða saga um endurtekin magasár/blæðingu (a.m.k. tvö aðskilin tilvik um staðfest sár eða blæðingu).
- Óútskýrð truflun á blóðmynd - Veruleg skerðing á lifrar- eða nýrnastarfsemi, eða veruleg óþægindi frá hjarta sem ekki hefur náðst stjórn á.
- Heilablæðing eða önnur virk blæðing.
Markaðsleyfishafi: Alvogen ehf.
Ítarupplýsingar
- Tegund lyfs
- M01AE - Bólgueyðandi lyf og gigtarlyf, própíónsýruafleiður
- Virkt innihaldsefni
- Íbúprófen
- Lyfjaform
- Filmuhúðaðar töflur
- Styrkleiki
- 400, 600 og 800 mg
- Magn
- 30, 100 stk.
Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is
IBU.R.2021.0001.02