Íbúprófen 400 mg

ibuxin

Lausasölulyf við verkjum, bólgu og hita.

Ábending:
Ibuxin töflurnar eru notaðar til meðferðar við tímabundnum verkjum og hita, svo sem einkennum sem fylgja kvefi eða inflúensu, höfuðverk, vöðva- og liðverkjum, gigtarverkjum, tíðaverkjum og tannverk.

Notkunarupplýsingar:

  • Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára: ½-1 tafla 1-3 sinnum á dag eftir þörfum.
  • Börn (yngri en 12 ára): Stakur hámarksskammtur er 10 mg/kg og dagsskammturinn er að hámarki 30 mg/kg.
    • 4-8 ára (20-25 kg): ½ tafla ekki oftar en 3 sinnum á dag.
    • 8-12 ára (25-30 kg): ½ tafla ekki oftar en 4 sinnum á dag.

Töfluna skal taka með nægilegu magni af vökva, t.d. glasi af vatni.

Leitast skal við að nota minnsta virka skammt í eins stuttan tíma og nauðsynlegt er til að lina einkenni

LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN.

Ítarupplýsingar

Virkt innihaldsefni
Íbúprófen
Lyfjaform
Filmuhúðuð tafla
Styrkleiki
400 mg
Magn
30 stk

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

IBU.L.A.2021.0003.01

Sölustaðir

Fæst í næsta apóteki.