Flúkónazól 150 mg

Fluconazol ratiopharm

Lausasölulyf við sveppasýkingu í leggöngum.

  • Til inntöku
  • Skjót virkni
  • Meðferðin er einungis eitt hylki

Ábending: Fluconazol ratiopharm er notað við sveppasýkingum í leggöngum af völdum gersveppsins Candida hjá konum, sem áður hafa verið greindar með sveppasýkingu. Einkennin eru meðal annars kláði og sviði í leggögnum og á ytri kynfærum.

Notkunarleiðbeiningar: Eitt Fluconazol ratiopharm 150 mg hylki í stökum skammti. Hylkin skal gleypa heil, þau má ekki tyggja og skal taka með nægilegu magni af vökva (glasi af vatni) óháð máltíðum.

LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN.

Ítarupplýsingar

Virkt innihaldsefni
Fluconazól
Lyfjaform
Hart hylki
Styrkleiki
150 mg
Magn
1 hylki

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

FLU.L.A.2021.0004.01

Sölustaðir

Fæst í næsta apóteki.