Desloratadine Teva

Desloratiadine Teva inniheldur virka efnið deslóratadín. Deslóratadín er andhistamín sem veldur ekki syfju og er langverkandi histamínblokki með sérhæfða verkun á úttauga H1-viðtaka. Eftir inntöku, blokkar deslóratadín sérhæft úttauga histamín H1-viðtaka vegna þess að efnið kemst ekki inn í miðtaugakerfið. Það er ofnæmislyf sem hjálpar við að hafa hemil á ofnæmisverkunum og einkennum þeirra þar sem það dregur úr einkennum ofnæmisnefkvefs (bólga í nefgöngum vegna ofnæmis, t.d. heymæði eða ofnæmi fyrir rykmaurum). Einkennin eru hnerri, nefrennsli og kláði í nefi, kláði í efri góm, kláði í augum, rauð eða tárvot augu.

Ábendingar: Desloratadine Teva er ætlað fullorðnum og unglingum, 12 ára og eldri, til að draga úr einkennum ofnæmisnefkvefs og/eða  ofsakláða.

Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna eða fyrir loratadini.

Markaðsleyfishafi: Teva B.V.*

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
R06-ANDHISTAMÍNLYF TIL ALTÆKRAR NOTKUNAR
Virkt innihaldsefni
Deslóratadín
Lyfjaform
Filmuhúðaðar töflur
Styrkleiki
5 mg
Magn
30, 100 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is

DES.R.2021.0001.02

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
1540145 mg30 stk.
4219385 mg100 stk.