Cypretyl

Cypretyl inniheldur virku efnin cýpróterón og östrógen. Cyproteronacetatið í Cypretyl hindrar áhrif andrógena sem kvenlíkaminn framleiðir. Það er því hægt að nota við meðferð sjúkdóma af völdum aukinnar framleiðslu á andrógenum eða sérstöku næmi fyrir slíkum hormónum. Aukin virkni fitukirtla, sem er mikilvægur þáttur í þróun þrymlabóla og flösu, minnkar við notkun Cypretyl taflna. Vegna skertrar virkni fitukirtla hverfa þrymlabólur yfirleitt eftir meðferð í 3-4 mánuði. Óeðlilega mikil fita í hári og húð hverfur yfirleitt fyrr. Hárlos sem tengist flösu minnkar einnig. Cypretyl er ætlað til meðferðar við vægri ofloðnu, einkum í andliti, hjá konum á barneignaraldri; hins vegar er ekki hægt að sjá árangur meðferðar fyrr en eftir notkun í nokkra mánuði. Auk ofangreindra andandrógenáhrif, hefur cyproteronacetat einnig greinileg progestin árhif. Vegna progestin áhrifanna myndi eins lyfs meðferð með cyproteronacetati valda truflun á tíðahringnum, sem hægt er að forðast með því að nota það ásamt etinylestradioli í Cypretyl töflunum. Skilyrðið er að lyfið sé tekið í reglulegum tímabilum samkvæmt skammtaleiðbeiningum. Verkun Cypretyl sem getnaðarvarnar byggist á samsettum áhrifum ýmissa þátta. Mikilvægasti þátturinn felur í sér hindrun á egglosi og breytingar í samsetningu slíms í leghálsi. Cypretyl er notað til að meðhöndla kvilla í húð, svo sem graftarbólur, mjög feita húð og óhóflegan hárvöxt hjá konum á barneignaraldri. Vegna þess að lyfið hefur getnaðarvarnandi eiginleika á aðeins að ávísa því handa þér ef læknirinn telur að meðferð með hormóna getnaðarvörn sé viðeigandi. Þú átt aðeins að nota Cypretyl ef ástand húðarinnar hefur ekki lagast eftir notkun annarrar meðferðar við graftarbólum, þar með talið útvortis meðferð og meðferð með sýklalyfjum.

Ábendingar: Meðferð við miðlungi miklum til verulegum þrymlabólum sem tengjast næmi fyrir andrógenum (með eða án flösu (seborrhoea)) og/eða hárvexti hjá konum á barneignaraldri. Aðeins á að nota Cypretyl til meðferðar á þrymlabólum þegar útvortis meðferð eða meðferð með sýklalyfjum hefur brugðist. Vegna þess að Cypretyl töflur eru einnig getnaðarvarnartöflur á ekki að nota þær með öðrum getnaðarvörnum með hormónum.

Frábendingar: Samsettar getnaðarvarnartöflur skal ekki nota í eftirfarandi aðstæðum. Komi eitthver þessara aðstæðna upp meðan á notkun samsettra getnaðarvarnarlyfja til inntöku stendur, skal strax hætta notkun lyfsins. Samhliðanotkun annarra getnaðarvarna með hormónum. Blóðtappi í bláæðum eða saga um slíkt. Blóðtappi í slagæðum eða saga um slíkt (t.d. hjartadrep) eða undanfara einkenni (t.d. hjartaöng og skammvinnt blóðþurrðarkast). Heilablóðfall eða saga um slíkt. Alvarlegir eða margir áhættuþættir fyrir segamyndun í bláæðum eða slagæðum svo sem: sykursýki með æðakvillum, verulegur háþrýstingur eða verulega aukin blóðfita. Arfgeng eða áunning tilhneiging til segamyndunar í bláæðum eða slagæðum, s.s. þol gegn virku C-próteini (APC), skortur á andtrombín-III, skortur á C-próteini, skortur á S-próteini, of mikið homocystein í blóði og andfosfólípíð mótefni (andkardíólípín-mótefni, lúpus andstorknunarefni). Saga um mígreni með staðbundnum einkennum frá taugakerfinu. Alvarlegir eða margir áhættuþættir fyrir segamyndun í bláæðum eða slagæðum geta líka verið frábending við notkun getnaðarvarnartaflna. Brisbólga, ef hún tengist verulegri hækkun þríglýseríða í blóði eða saga um slíkt. Alvarlegur lifrarsjúkdómur eða saga um hann, ef lifrargildin eru ekki komin í eðlilegt horf. Lifraræxli eða saga um slíkt. Himnuæxli eða saga um himnuæxli. Illkynja, kynhormónaháður sjúkdómur, (t.d. í kynfærum eða brjóstum) eða grunur um slíkt. Blæðing frá leggöngum af óþekktum orsökum. Þungun eða grunur um þungun. Brjóstagjöf. Ekki má nota Cypretyl töflur samhliða lyfjum sem innihalda ombitasvir/paritaprevir/ritonavir eða dasabuvir. Ofnæmi fyrir cyproteronacetati, ethinylestradioli eða einhverju hjálparefnanna. Ekki má ávísa Cypretyl töflum handa karlmönnum.

Markaðsleyfishafi: ratiopharm GmbH*                       

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
H - HORMÓNALYF TIL ALTÆKRAR NOTKUNAR, ÖNNUR EN KYNHORMÓN OG INSÚLÍN
Virkt innihaldsefni
Cýpróterón og östrógen
Lyfjaform
Töflur
Styrkleiki
2 mg/35 mcg
Magn
63 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is

CYP.R.2021.0001.02

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
5451762 mg/35 mcg63 stk.