Clarithromycin Alvogen

Clarithromycin Alvogen, hét áður Clarithromycin ratiopharm, inniheldur virka efnið klaritrómýcín. Lyfið tilheyrir flokki lyfja sem kallast markrólíð sýklalyf. Klaritrómýcín er hálfsamtengd afleiða erythromycins A. Bakteríueyðandi áhrifin fást með tengingu við 50s undireiningu ríbósóma í næmum bakteríum og bælingu á próteinmyndun. Lyfið er mjög öflugt gegn mörgum tegundum loftsækinna og loftfælinna gram-jákvæðra og gram-neikvæðra lífvera. Lágmarksheftistyrkur (MIC) er almennt tvöfald minni fyrir clarithromycin en MIC fyrir erythromycin. Clarithromycin Alvogen er notað við meðferð eftirtalinna sýkinga: berkjubólgu og lungnabólgu, sýkingum í hálsi og skútum: skútabólgu og kokbólgu,  sýkingum í húð og mjúkvefjum og Helicobacter pylori sýkingu sem tengist skeifugarnarsári.

Ábendingar: Clarithromycin er ætlað til notkunar við eftirfarandi sýkingum af völdum næmra lífvera. Við kokbólgu af völdum baktería, bráðri skútabólgu (greind með fullnægjandi hætti), bráðri versnun langvinnrar berkjubólgu, lungnabólgu sem smitast utan sjúkrahúss og sýkingum í húð og mjúkvef (vægum til miðlungi miklum). Ásamt viðeigandi sýklalyfjum og viðeigandi lyfjum gegn ætisárum til að uppræta H. pylori hjá sjúklingum með sár sem tengjast H. pylori. Hafa skal í huga opinberar leiðbeiningar um viðeigandi notkun sýklalyfja.

Frábendingar: Ekki má nota clarithromycin handa sjúklingum með þekkt ofnæmi fyrir virka efninu clarithromycini, öðrum makrólíðsýklalyfjum eða einhverju hjálparefnanna. Ekki má gefa clarithromycin samhliða eftirtöldum lyfjum: astemizoli, cisapridi, pimozidi, terfenadini þar sem það getur valdið lengingu á QT-bili og hjartsláttartruflunum, þ.m.t. sleglahraðtakti, sleglatifi og „torsades de pointes“. Ekki má gefa clarithromycin samhliða ticagrelori eða ranolazini. Ekki má gefa clarithromycin samhliða ergotamini eða dihydroergotamini, þar sem það getur valdið ergoteitrun. Clarithromycin skal ekki gefa sjúklingum með sögu um lengingu á QT-bili (meðfædd eða staðfest áunnin lenging á QT-bili) eða sleglatakttruflanir, þ.m.t. „torsade de pointes“. Ekki skal nota clarithromycin samhliða HMG-CoA redúktasahemlum (statínum) sem eru mikið umbrotin af CYP3A4 (lovastatini eða simvastatini), vegna aukinnar hættu á vöðvakvilla, þ.m.t. rákvöðvalýsu. Clarithromycin skal ekki gefa sjúklingum með blóðkalíumlækkun (hætta á lengingu á QT-bili). Ekki skal nota clarithromycin handa sjúklingum með verulega lifrarbilun og skerðingu á nýrnastarfsemi. Líkt og með aðra öfluga CYP3A4 hemla á ekki að nota clarithromycin handa sjúklingum sem nota colchicin.

Markaðsleyfishafi:Alvogen ehf.      

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
J - SÝKINGALYF TIL ALTÆKRAR NOTKUNAR (SYSTEMIC USE)
Virkt innihaldsefni
Klaritrómýcín
Lyfjaform
Filmuhúðaðar töflur
Styrkleiki
500 mg
Magn
14 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is

CLA.R.2021.0001.02

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
443904500 mg14 stk.