Cinacalcet ratiopharm

Cinacalcet ratiopharm inniheldur virka efnið cinacalcet. Cinacalcet er kalsíumhermandi lyf sem verkar þannig að það stjórnar magni kalkvaka (parathyroid hormone, PTH), kalsíums og fosfórs í líkamanum. Það er notað til meðferðar við kalkkirtilsvandamálum. Kalkkirtlarnir eru fjórir litlir kirtlar í hálsinum, nálægt skjaldkirtlinum, sem mynda hormón sem nefnist kalkvaki. Lækkun PTH hefur síðan í för með sér lækkaða sermisþéttni kalsíums. Lækkun PTH þéttni er í samræmi við þéttni cinacalcets. Eftir að jafnvægi hefur náðst helst sermisþéttni kalsíums stöðug allt skammtatímabilið.

Ábendingar: 

  • Afleidd kalkvakaofseyting

Fullorðnir; 

  • Til meðferðar við afleiddri kalkvakaofseytingu hjá fullorðnum með alvarlegan nýrnasjúkdóm sem þurfa á skilun að halda til að hreinsa úrgangsefni úr blóðinu.
  • Til að draga úr miklu kalkmagni í blóði (blóðkalsíumhækkun) hjá fullorðnum með krabbamein í kalkkirtli.
  • Til að draga úr miklu kalkmagni í blóði (blóðkalsíumhækkun) hjá fullorðnum með frumkomna kalkvakaofseytingu þegar ekki er unnt að fjarlægja kirtilinn.

Börn; 

  • Til meðferðar á afleiddri kalkvakaofseytingu hjá sjúklingum með alvarlegan nýrnasjúkdóm sem þurfa á skilun að halda til að hreinsa úr

Frábendingar: 

  • Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna og blóðkalsíumlækkun.

Markaðsleyfishafi: ratiopharm GmbH*

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
H - HORMÓNALYF TIL ALTÆKRAR NOTKUNAR (SYSTEMIC USE), ÖNNUR EN KYNHORMÓN OG INSÚLÍN
Virkt innihaldsefni
Cinacalcet
Lyfjaform
Filmuhúðaðar töflur
Styrkleiki
30 mg
Magn
28 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is

CIN.R.2021.0001.02

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
54289330 mg28 stk.