Cinacalcet ratiopharm
Cinacalcet ratiopharm inniheldur virka efnið cinacalcet. Cinacalcet er kalsíumhermandi lyf sem verkar þannig að það stjórnar magni kalkvaka (parathyroid hormone, PTH), kalsíums og fosfórs í líkamanum. Það er notað til meðferðar við kalkkirtilsvandamálum. Kalkkirtlarnir eru fjórir litlir kirtlar í hálsinum, nálægt skjaldkirtlinum, sem mynda hormón sem nefnist kalkvaki. Lækkun PTH hefur síðan í för með sér lækkaða sermisþéttni kalsíums. Lækkun PTH þéttni er í samræmi við þéttni cinacalcets. Eftir að jafnvægi hefur náðst helst sermisþéttni kalsíums stöðug allt skammtatímabilið.
Ábendingar:
- Afleidd kalkvakaofseyting
Fullorðnir;
- Til meðferðar við afleiddri kalkvakaofseytingu hjá fullorðnum með alvarlegan nýrnasjúkdóm sem þurfa á skilun að halda til að hreinsa úrgangsefni úr blóðinu.
- Til að draga úr miklu kalkmagni í blóði (blóðkalsíumhækkun) hjá fullorðnum með krabbamein í kalkkirtli.
- Til að draga úr miklu kalkmagni í blóði (blóðkalsíumhækkun) hjá fullorðnum með frumkomna kalkvakaofseytingu þegar ekki er unnt að fjarlægja kirtilinn.
Börn;
- Til meðferðar á afleiddri kalkvakaofseytingu hjá sjúklingum með alvarlegan nýrnasjúkdóm sem þurfa á skilun að halda til að hreinsa úr
Frábendingar:
- Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna og blóðkalsíumlækkun.
Markaðsleyfishafi: ratiopharm GmbH*
Ítarupplýsingar
- Tegund lyfs
- H - HORMÓNALYF TIL ALTÆKRAR NOTKUNAR (SYSTEMIC USE), ÖNNUR EN KYNHORMÓN OG INSÚLÍN
- Virkt innihaldsefni
- Cinacalcet
- Lyfjaform
- Filmuhúðaðar töflur
- Styrkleiki
- 30 mg
- Magn
- 28 stk.
Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is