Budesonide Teva

Budesonide Teva inniheldur virka efnið búdesóníð og er notað til að meðhöndla astma og sogakvef. Búdesóníð er sykurhrífandi barksteri án halógens, sem hefur kröftuga staðbundna bólgueyðandi verkun ásamt fáeinum altækum áhrifum. Nákvæmur verkunarháttur barkstera við meðferð á astma er ekki að fullu þekktur. Bólgueyðandi verkun (þ.m.t. T-frumur, eósínófíklar og mastfrumur), s.s. hömlun á losun bólgumiðlandi efna og hömlun á cytokin miðluðu ónæmissvari er talin mikilvæg. 

Ábendingar: 

Budesonid dreifa fyrir eimgjafa er ætluð til notkunar hjá fullorðnum, unglingum, börnum og ungbörnum, sex mánaða og eldri.

Astmi: 

  • Budesonid dreifa fyrir eimgjafa er ætluð til meðferðar við þrálátum berkjuastma hjá sjúklingum þegar notkun þrýstiinnöndunartækja eða innöndunartækja með dufti er ófullnægjandi eða á ekki við.

Sogakvef (pseudocroup): 

  • Mjög alvarlegt sogakvef (laryngitis subglottica), þar sem innlögn á sjúkrahús er ráðlögð.

Frábendingar: 

  • Ofnæmi fyrir budesonidi eða einhverju hjálparefnanna.

Markaðsleyfishafi: Teva Pharma B.V.

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
R - ÖNDUNARFÆRI
Virkt innihaldsefni
Búdesóníð
Lyfjaform
Innúðalyf, dreifa í eimgjafa
Styrkleiki
0,5 mg/ml
Magn
20 lykjur

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is

BUD.R.2021.0001.02

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
0957670,5 mg/ml20 lykjur