Braltus

Braltus inniheldur virka efnið tíótrópíum. Tíótrópíum auðveldar öndun hjá fólki með langvinna lungnateppu (LLT). Langvinn lungnateppa er langvinnur lungnasjúkdómur sem veldur mæði og hósta. Hugtakið langvinn lungnateppa tengist sjúkdómunum langvinnri berkjubólgu og lungnaþembu. Þar sem langvinn lungnateppa er langvinnur sjúkdómur á að nota þetta lyf á hverjum degi en ekki einungis þegar öndunarerfiðleikar eða önnur einkenni langvarandi lungnateppu koma fram.
Braltus er langvinnt berkjuvíkkandi lyf sem hjálpar til við að opna öndunarveginn og auðveldar fólki að fá loft í og úr lungunum. Regluleg notkun þessa lyfs getur einnig hjálpað til ef um er að ræða samfelld andþyngsli í tengslum við sjúkdóminn og mun hjálpa til við að minnka áhrif sjúkdómsins á daglegt líf. Það getur einnig bætt úthald við líkamlega áreynslu. Dagleg notkun þessa lyfs hjálpar til við að fyrirbyggja bráða, skammtíma versnun einkenna langvinnrar lungnateppu, sem geta varað í nokkra daga. Lyfið verkar í 24 klst., svo einungis þarf að nota það einu sinni á sólarhring.

Ábendingar: 

  • Braltus er ætlað sem berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð til að lina einkenni hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu (LLT).
  • Braltus er ætlað til notkunar hjá fullorðnum. 

Frábendingar: 

  • Ofnæmi fyrir virka efninu tíótrópíumbrómíði, atrópíni eða afleiðum þess t.d. ipratrópíum eða oxitrópíum eða einhverju hjálparefnanna þ.m.t. laktósaeinhýdrati sem inniheldur mjólkurprótein. 

Markaðsleyfishafi: Teva B.V.*

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
R - ÖNDUNARFÆRI
Virkt innihaldsefni
Tíótrópíumbrómíð
Lyfjaform
Innöndunarduft, hart hylki
Styrkleiki
10 mcg
Magn
30, 90 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is

BRA.R.2021.0001.02

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
42935810 mcg30 stk.
42497310 mcg90 stk.

Braltus - kennslumyndband

Kennslumyndband