Betahistin ratiopharm

Betahistin Ratiopharm inniheldur virka efnið betahistin. Lyfið hefur sértæk áhrif á histamínviðtaka í líkamanum, það virkar sem histamínviðtaka H1-örvi og histamínviðtaka H3-hemill. Betahistin hefur hverfandi áhrif á magasýruflæði (svörun fyrir tilstilli H2-viðtaka).

Ábendingar: 

  • Betahistin er ætlað til meðferðar við völundarsvima (Meniere´s heilkenni), en einkenni hans geta verið m.a. svimi, eyrnasuð, heyrnartap og ógleði.

Frábendingar: 

  • Betahistin má ekki nota hjá sjúklingum með krómfíklaæxli. Þar sem betahistin er samtengd hliðstæða histamíns getur hún virkjað losun katekólamína úr æxlinu og valdið alvarlegum háþrýstingi.
  • Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.

Markaðsleyfishafi: Alvogen ehf

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
N - TAUGAKERFI
Virkt innihaldsefni
Betahistín
Lyfjaform
Töflur
Styrkleiki
16 mg
Magn
100 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is

BET.R.2021.0001.03

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
50783416 mg100 stk.