Skip Navigation

Róbert Wessman kynnir Alvogen í Harvard

Business
27 January 2017

Róbert Wessman forstjóri Alvogen heimsótti Harvard háskólann í síðustu viku og hitti þar um 200 forstjóra og nemendur þar sem hann kynnti sögu Alvogen. Unnin var sérstök greining á vexti og viðskiptamódeli Alvogen sem kennd hefur verið við MBA nám í Harvard undanfarið ár. Áður hafði greining á lyfjafyrirtækinu Actavis sem bar heitið “Actavis and the Winning Formula” verið kennd við Harvard en Róbert var forstjóri þess um níu ára skeið.

Róbert Wessman sagði ánægjulegt að fá tækifæri til að kynna sögu fyrirtækisins og viðskiptamódel.

"Árangur okkar hefur vakið mikla eftirtekt innan okkar geira en ekki síður hjá háskólasamfélaginu. Við höfum átt í góðu samstarfi undanfarin ár við Harvard, MIT og Columbia háskólann og unnið með þeim ýmis verkefni sem meðal annars tengist endurmenntun stjórnenda okkar."

Róbert Wessman

Forstjóri Alvogen