Skip Navigation
Um Alvogen

Birting fjárhagsupplýsinga

Birta á opinberlega allar upplýsingar um greiðslur lyfjafyrirtækja til heilbrigðisstarfsmanna og heilbrigðisstofnana.

Af hverju?

Samstarf heilbrigðisstarfsfólks og lyfjafyrirtækja hefur haft jákvæð áhrif á þróun meðferða og lyfja. Þessir aðilar taka iðulega höndum saman við rannsóknir og fræðslu, til hagsbóta fyrir sjúklinga.

Með innleiðingu siðareglna hafa lyfjafyrirtæki og heilbrigðisstarfsfólk unnið að því að efla þær reglur sem samstarf þeirra byggist á. Almenningur á að geta treyst því að slíkt samstarf hafi ekki áhrif á klínískar ákvarðanir og að heilbrigðisstarfsfólk ráðleggi, veiti eða kaupi viðeigandi meðferð og þjónustu sem byggist eingöngu á klínískum niðurstöðum og reynslu.

EFPIA, aðildarfyrirtæki Frumtaka og fleiri lyfjafyrirtæki styðja þessar reglur. Reglurnar kveða á um að árlega, frá árinu 2016, verði birtar upplýsingar um greiðslur til heilbrigðisstarfsfólks og stofnana frá árinu á undan. Greiðslur sem reglurnar ná til eru t.d. styrkir til heilbrigðisstofnana, ráðgjafagreiðslur fyrir fyrirlestra, ferða- og gistikostnaður og skráningargjöld á ráðstefnur. Þessar upplýsingar verða birtar á heimasíðu Frumtaka eða á öðru vefsvæði sem fyrirtækið ákveður.

Markmiðið er að efla samstarf lyfjafyrirtækja og heilbrigðisstarfsfólks með því að gera það gegnsærra fyrir sjúklinga og aðra þá sem hagsmuna eiga að gæta. Við hlökkum til að vinna áfram að því að auka gæði meðferða, rannsókna og almennrar umönnunar sjúklinga.

Upplýsingarnar eru birtar á heimasíðu Alvogen í samráði við og með skriflegu samþykki viðkomandi heilbrigðisstarfsmanns.

Samningur við læknafélagið

Samningur um samskipti lækna og fyrirtækja sem framleiða og flytja inn lyf var upphaflega undirritaður á Læknadögum í Hörpu 23. janúar 2013. Samningurinn var endurnýjaður á grunni nýrra siða- og samskiptareglna EFPIA og Frumtaka við setningu Læknadaga 20. janúar 2020.

Aðilar að samningnum eru:

  • Læknafélag Íslands
  • Frumtök
  • Félag atvinnurekanda
  • SVÞ- samtök verslunar og þjónustu