Skip Navigation

Auglýsingar Alvogen tilnefndar í Brand Impact Awards

Business
11 July 2017

Auglýsingalína Alvogen á Íslandi var nýlega tilnefnd til hinna alþjóðlegu Brand Impact Awards verðlauna. Auglýsingaherferðin er unnin af auglýsingastofunni Kontor Reykjavík og teiknaranum Noma Bar.

Noma Bar er grafískur hönnuður og teiknari sem hlotið hefur heimsathygli fyrir afburðasnjallar teikningar sínar. Verk hans hafa birst í þekktum tímaritum og dagblöðum um allan heim og hann hefur hlotið fjölda verðlauna. Hann er þekktur fyrir að teikna snjallar myndir sem eru fullar af húmor og fela gjarnan í sér margar myndir í einni mynd. Þær skýra á myndrænan hátt við hvaða einkennum lyfið er notað, eru einfaldar og litaglaðar og oft ögrandi. 

„Við erum ákaflega ánægð með samstarfið við Kontór Reykjavík og Noma Bar og þau góðu viðbrögð sem auglýsingarnar hafa fengið bæði hér á landi og nú erlendis,“

Ásta Friðriksdóttir

Markaðsstjóri Alvogen á Íslandi

Brand Impact Awards eru alþjóðleg verðlaun sem tímaritið Computer Arts og vefsíðan Creative Bloq standa fyrir. Þetta er fjórða árið sem verðlaunin eru veitt.