Skip Navigation
Aðrar vörur

Wortie

TIL ERU FJÓRAR MISMUNANDI VÖRUR Í WORTIE VÖRULÍNUNNI 

Wortie er með mismunandi vörur til að fjarlægja vörtur og fótvörtur sem seldar eru án lyfseðils í apótekum.

Wortie Freeze frystipenni (fyrir algengar vörtur og fótvörtur hentar fullorðnum og börnum 4 ára og eldri).

Wortie Freeze Plus frystipenni (með auka virkni er fyrir gamlar og erfiðar vörtur og er fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára).

Wortie Liquid vörtubaninn (fyrir algengar vörtur og fótvörtur hentar fullorðnum og börnum 4 ára og eldri).

Wortie Plástrar fyrir 4. ára og eldri.

Kælitæknin - engin bein snerting milli gass og húðar.

Vörtur og fótvörtur myndast þegar veiran human papilloma virus (HPV) sýkir húðfrumur. Þær smitast með beinni snertingu og eru algengastar meðal barna en 1 af hverjum 10 fær vörtu einhverntíman á ævinni.

Vörtur geta verið sársaukafullar og eru mjög smitandi og geta því auðveldlega borist á milli manna. Það er því mikilvægt að meðhöndla vörturnar strax til að minnka líkur á því að vinir og vandamenn smitist. 

VÖRTUR
Lítill örvöxtur í húð af völdum HPV.
Einkennandi útlit sem líkist litlu blómkáli.
Myndast gjarnan á fingrum, handabaki, hnjám, olnbogum og ofan á tám.

FÓTVÖRTUR
Flatt samanþjappað húðsvæði sem myndast vegna HPV sýkingar.
Harðar út til hliðanna en mýkri í miðjunni, oft með svörtum doppum.
Myndast undir iljum fóta þar sem álagið er mest.
Aumar viðkomu.

ATH. Frauðvörtur/flökkurvörtur/leikskólavörtur eru ekki meðhöndlaðar með Wortie vörunum.

Wortie vörurnar eru lækningatæki af gerðinni IIa - Ekki nota vörurnar ef þú ert viðkvæm/ur fyrir einu eða fleiru innihaldsefnanna.
Einungis á að nota Wortie vörurnar ef þú ert viss um að um vörtu sé að ræða.
Ekki nota frystipennana ef þú ert með sykursýki eða ert með lélegt blóðflæði.
Ekki nota vörurnar á sýkt, rauð eða bólgin húðsvæði. Vinsamlegast lesið fylgiseðilinn vel fyrir notkun.

WOR.001.01