Venlafaxín Alvogen

Venlafaxin Portfarma inniheldur virka efnið venlafaxín. Lyfið er nýlegt geðdeyfðarlyf með verkun og efnafræði sem eru ólík öðrum geðdeyfðarlyfjum. Áhrif þess á einkenni geðdeyfðar byggjast á áhrifum þess á virkni taugaboðefnanna noradrenalíns og serótóníns í heila, en lítil virkni þessara boðefna er talin valda geðdeyfð. Venlafaxín bætir skap geðdeyfðarsjúklinga, eykur líkamlega virkni, bætir matarlyst og eykur áhuga á daglegu lífi. Það hefur ekki róandi eða svæfandi áhrif, hefur minni áhrif á blóðþrýsting og veldur síður þyngdaraukningu en eldri geðdeyfðarlyf. Venlafaxín virkar á flest einkenni geðdeyfðar en hefur ekki kvíðastillandi áhrif. Það er notað við geðdeyfð, einnig ef geðdeyfðin er kvíðatengd, almennri kvíðaröskun, félagsfælni og ofsahræðslu. Rannsóknir benda til þess að verkun venlafaxíns komi fram eftir styttri tíma en almennt gildir um geðdeyfðarlyf.


Pakkningar

Vörunúmer Styrkleiki Magn
103678 75mg 100
103687 150mg 100
Ert þú heilbrigðisstarfsmaður?
Ýtarupplýsingar eru eingöngu ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum.
Nei