Varlota

Erlótiníb virka efnið í Varlota er húðþekjuvaxtarþáttaviðtaki/manna af gerð 1 (EGFR einnig þekkt sem HER1) týrósínkínasahemill. Erlótiníb er öflugur hemill á fosfórun innnan frumna á EGFR.  Í líkönum sem ekki eru klínísk veldur hömlun á EGFR fosfótýrósíni frumustöðnun og/eða dauða. Mikil virkni erlótiníbs við að hindra boðmiðlun af völdum EGFR í æxlum með slíkar stökkbreytingar í EGFR er talin stafa af sterkri bindingu erlótiníbs við ATP-bindiset í stökkbreyttum kínasahluta EGFR. Vegna þess að frekari boðmiðlun eftir boðferlinum er hindruð hættir frumuskipting og frumudauði hefst vegna virkni innri ferla fyrir stýrðan frumudauða

Varlota meðferð á að vera í umsjá sérfræðings með reynslu af notkun krabbameinslyfjameðferða.

Varlota er notað til meðferðar við lungnakrabbameini sem er ekki af smáfrumugerð, með virkjandi stökkbreytingum í húðþekjuvaxtarþáttarviðtaka (EGFR) og krabbameini í brisi. 


Pakkningar

Vörunúmer Styrkleiki Magn
370901 100 mg 30 stk
456171 150 mg 30 stk
Ert þú heilbrigðisstarfsmaður?
Ýtarupplýsingar eru eingöngu ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum.
Nei
Við notum vefkökur (e.Cookies) m.a. til að tryggja að vefsíðan okkar virki á réttan hátt og til að greina umferð um vefinn. Nánar um vefkökunotkun.