Valablis

Valacíklóvír Portfarma er notað við veirusýkingum. Valacíklóvír, virka efnið í lyfinu, hindrar myndun erfðaefnis herpesveira og stöðvar þannig fjölgun þeirra. Þegar veira er stöðvuð reynist ónæmiskerfi líkamans auðveldara að vinna á sýkingunni. Ónæmisbældir einstaklingar, t.d. alnæmissjúklingar, gætu þurft að nota lyfið til langs tíma því að þeir ná síður að vinna á veirunni. Lyfið hefur mest áhrif sé það strax notað í byrjun á sýkingu, á meðan veiran er ennþá að fjölga sér. Valacíklóvír er notað við sýkingum af völdum herpesveira þegar um slæmar eða síendurteknar sýkingar er að ræða. Valacíklóvír breytist í líkamanum í acíklóvír. Valacíklóvír nýtist betur eftir inntöku en acíklóvír, og því nægir að taka það inn 1-2svar á dag en acíklóvír þarf að taka 2-5 sinnum á dag. Athugið að veiran er smitandi meðan sár af völdum sýkingarinnar eru til staðar, líka þótt lyfið sé notað.


Pakkningar

Vörunúmer Styrkleiki Magn
103669 500mg 40
Ert þú heilbrigðisstarfsmaður?
Ýtarupplýsingar eru eingöngu ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum.
Nei