Topiramate Alvogen

Einlyfjameðferð hjá fullorðnum, unglingum og börnum eldri en 6 ára með hlutaflog með eða án síðkominna alfloga og frumkomin krampaflog (primary generalised tonic-clonic seizures). Viðbótarmeðferð hjá börnum 2 ára og eldri, unglingum og fullorðnum með hlutaflog með eða án síðkominna alfloga eða frumkomin krampaflog og til meðferðar við flogum í tengslum við Lennox-Gastaut heilkenni. Topiramat er ætlað sem fyrirbyggjandi meðferð við mígrenihöfuðverk hjá fullorðnum eftir ítarlegt mat á öðrum mögulegum meðferðarúrræðum. Topiramat er ekki ætlað til bráðameðferðar.


Pakkningar

Vörunúmer Styrkleiki Magn
155219 25mg 60
155230 50mg 60
155241 100mg 60
Ert þú heilbrigðisstarfsmaður?
Ýtarupplýsingar eru eingöngu ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum.
Nei