Ropinirol Alvogen

Meðferð á Parkinsonsjúkdómi við eftirfarandi aðstæður: *Sem upphafsmeðferð er lyfið gefið eitt sér til að seinka þörf á að hefja levódópa-meðferð. *Sem samtímis meðferð með levódópa á síðari stigum sjúkdómsins þegar áhrif levódópa minnka eða breytast og sveiflukennd áhrif koma fram (“end of dose” eða “on-off” sveiflur). Mælt er með því að ákvarða skammtastærð með tilliti til virkni og þols fyrir hvern einstakling. Byrjunarskammturinn er 0,25 mg þrisvar sinnum á dag fyrstu vikuna. Læknirinn mun síðan auka skammtinn smám saman. Venjulega er skammturinn aukinn vikulega um 0,25 mg þrisvar sinnum á dag á fyrstu fjórum vikum meðferðarinnar. Í viku 1 eru tekin 0,25 mg þrisvar sinnum á dag. Í viku 2 eru tekin 0,5 mg þrisvar sinnum á dag. Í viku 3 eru tekin 0,75 mg þrisvar sinnum á dag. Í viku 4 er tekið 1 mg þrisvar sinnum á dag. Rópíníról skal taka þrisvar á dag, helst með mat til að forðast óþægindi í meltingarvegi.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - serlyfjaskra.is


Pakkningar

Vörunúmer Styrkleiki Magn
379796 2 mg 84 stk.
Ert þú heilbrigðisstarfsmaður?
Ýtarupplýsingar eru eingöngu ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum.
Nei