Ropinirol Portfarma/Alvogen

Meðferð á Parkinsonsjúkdómi við eftirfarandi aðstæður: *Sem upphafsmeðferð er lyfið gefið eitt sér til að seinka þörf á að hefja levódópa-meðferð. *Sem samtímis meðferð með levódópa á síðari stigum sjúkdómsins þegar áhrif levódópa minnka eða breytast og sveiflukennd áhrif koma fram (“end of dose” eða “on-off” sveiflur). Mælt er með því að ákvarða skammtastærð með tilliti til virkni og þols fyrir hvern einstakling. Byrjunarskammturinn er 0,25 mg þrisvar sinnum á dag fyrstu vikuna. Læknirinn mun síðan auka skammtinn smám saman. Venjulega er skammturinn aukinn vikulega um 0,25 mg þrisvar sinnum á dag á fyrstu fjórum vikum meðferðarinnar. Í viku 1 eru tekin 0,25 mg þrisvar sinnum á dag. Í viku 2 eru tekin 0,5 mg þrisvar sinnum á dag. Í viku 3 eru tekin 0,75 mg þrisvar sinnum á dag. Í viku 4 er tekið 1 mg þrisvar sinnum á dag. Rópíníról skal taka þrisvar á dag, helst með mat til að forðast óþægindi í meltingarvegi.


Pakkningar

Vörunúmer Styrkleiki Magn
046745 0,5mg 84
046767 2mg 84
Ert þú heilbrigðisstarfsmaður?
Ýtarupplýsingar eru eingöngu ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum.
Nei
Við notum vefkökur (e.Cookies) m.a. til að tryggja að vefsíðan okkar virki á réttan hátt og til að greina umferð um vefinn. Nánar um vefkökunotkun.