Reseligo

Góserelín, virka efnið í Reseligo, er samtengd hliðstæða náttúrulegs hormóns sem hamlar testósterónframleiðslu hjá körlum og estradíólsframleiðslu hjá konum. Lyfið er notað til að meðhöndla krabbamein í blöðruhálskirtli. Góserelín lækkar styrk testósteróns í blóði hjá körlum, alveg niður í vönunarmörk og heldur þeim þar svo fremi sem 3,6 mg eru gefin á 28 daga fresti eða 10,8 mg á 12 vikna fresti. Þessi hömlun leiðir til minnkunar æxla í blöðruhálskirtli og bætingar á einkennum hjá meirihluta sjúklinga.

Góserelín minnkar styrk estradíóls í blóði kvenna. Ef 3,6 mg af lyfinu er gefið á fjögurra vikna fresti er estradíól þéttni hjá konum svipuð og hjá konum eftir tíðahvörf. Lyfið er notað við langt gengnu brjóstakrabbameini, sléttvöðvahnútum í legi, til þynningar á legslímhúð og til að slá á einkenni legslímuvillu hjá konum. Þá er lyfið notað sem formeðferð í glasafrjóvgun þar sem bæling verður á myndun eggbúa í eggjastokkum.


Pakkningar

Vörunúmer Styrkleiki Magn
154048 3,6 mg 1 áfyllt sprauta
457204 10,8 mg 1 áfyllt sprauta
Ert þú heilbrigðisstarfsmaður?
Ýtarupplýsingar eru eingöngu ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum.
Nei