Quetiapine Teva

Quetiapine Teva inniheldur virka efnið quetiapin. Það tilheyrir flokki lyfja sem nefnast geðrofslyf. Quetiapin og virka umbrotsefnið í plasma hjá mönnum, norquetiapin, milliverka við ýmsa viðtaka taugaboðefna. Quetiapin og norquetapin hafa sækni í serótónín viðtaka (5HT2) og dópamín D1- og D2- viðtaka í heila. Þessi samsetning á viðtakablokkun með meiri sækni í 5HT2 en D2 viðtaka er talin eiga þátt í klínískt sefandi eiginleikum quetiapins og lágri tíðni utanstrýtu aukaverkana samanborið við dæmigerð geðrofslyf.

Ábendingar:

Quetiapin er ætlað sem:

  • Meðferð við geðklofa.
  • Meðferð við geðhvarfasýki: 
    • Meðferð við miðlungi miklum til alvarlegum oflætislotum í geðhvarfasýki. 
    • Meðferð við alvarlegum þunglyndislotum í geðhvarfasýki.
    • Til að fyrirbyggja endurkomu oflætis- eða þunglyndislotu hjá sjúklingum með geðhvarfasýki sem hafa áður svarað meðferð með quetiapini. 

Frábendingar:

  • Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • Ekki má nota cytochrom P450 3A4 hemla, svo sem HIV-próteasa hemla, azól-sveppalyf, erythromycin, clarithromycin og nefazodon, samhliða quetiapini.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - serlyfjaskra.is

Markaðsleyfishafi: Teva Sweden AB.

QUT.R.2021.0001.01


Pakkningar

Vörunúmer Styrkleiki Magn
459812 25 mg 100 stk.
125457 100 mg 100 stk.
565400 200 mg 100 stk.
Ert þú heilbrigðisstarfsmaður?
Ýtarupplýsingar eru eingöngu ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum.
Nei