Presmin

Presmin, sem inniheldur virka efnið lósartan, er hjartalyf. Það hindrar áhrif angíótensíns II, eins öflugasta æðaþrengjandi efnis í líkamanum. Auk æðaþrengjandi áhrifa minnkar angíótensín II vatnsútskilnað í nýrum, eykur rúmmál blóðs og stuðlar frekar að því að blóðþrýstingur hækkar. Lósartan lækka því blóðþrýsting með því að víkka út æðar og skilja vatn út úr líkamanum. Presmin er notað við háþrýstingi, til að minnka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, við hjartabilun og getur einnig dregið úr nýrnaskemmdum hjá sjúklingum með sykursýki. Þegar þörf er á mikilli lækkun blóðþrýstings er lyfið gefið með þvagræsilyfjum, t.d. hýdróklórtíazíði. Lósartan veldur færri aukaverkunum en þau lyf sem hindra myndun á angíótensíni II og þolist yfirleitt betur.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - serlyfjaskra.is


Pakkningar

Vörunúmer Styrkleiki Magn
103651 50mg 98
Ert þú heilbrigðisstarfsmaður?
Ýtarupplýsingar eru eingöngu ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum.
Nei