Myfenax

Myfenax inniheldur virka efnið mýcófenólat mofetíler. Myfenax er lyf sem er notað til að bæla ónæmisvirkni. 

Ábendingar: Myfenax er ætlað til nota samhliða cíklósporíni og barksterum fyrirbyggjandi gegn bráðri höfnun á ígræðslu hjá sjúklingum sem fá ósamgena nýrna-, hjarta- eða lifrarígræðslu.

Frábendingar:

  • Ekki má nota Myfenax handa sjúklingum með ofnæmi fyrir mýcófenólat mofetíli, mýcófenólsýru eða einhverju hjálparefnanna. Ofnæmisviðbrögð gegn Myfenax hafa komið fyrir.
  • Ekki má nota Myfenax hjá konum á barneignaraldri sem ekki nota mjög öruggar getnaðarvarnir.
  • Ekki má hefja meðferð með Myfenax hjá konum á barneignaraldri ef ekki liggur fyrir neikvætt þungunarpróf, svo ekki komi til óafvitandi notkunar á meðgöngu.
  • Ekki má nota Myfenax á meðgöngu nema engin önnur meðferðarúrræði séu tiltæk til að koma í veg fyrir höfnun ígrædds líffæris.
  • Ekki má nota Myfenax hjá konum með barn á brjósti.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - serlyfjaskra.is

Markaðsleyfishafi: Teva B.V.*

MYF.R.2021.0001.01


Pakkningar

Vörunúmer Styrkleiki Magn
055073 250 mg 100 stk.
055084 500 mg 50 stk.
Ert þú heilbrigðisstarfsmaður?
Ýtarupplýsingar eru eingöngu ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum.
Nei