Metoprolin

Metoprolin inniheldur virka efnið metóprólól. Metóprólól tilheyrir flokki lyfja sem kallast beta-blokkar og eru notaðir til að meðhöndla hjartasjúkdóma. Metoprolol hægir á hjartslætti, dregur úr magni blóðs sem hjartað dælir á hverri mínútu og lækkar blóðþrýsting. Þegar vinnuálag hjartans er minnkað er einnig komið í veg fyrir brjóstverk af völdum súrefnisskorts.

Ábendingar: 

 • Hjartaöng
 • Háþrýstingur
 • Fyrirbyggjandi meðferð eftir hjartadrep (secondary prevention)
 • Hjartsláttartruflanir (einkum ofansleglahraðtaktur, gáttatif og aukaslög í sleglum)
 • Skjaldvakaeitrun
 • Starfstruflun í hjarta ásamt hjartsláttarónotum 
 • Fyrirbyggjandi við mígreni

Frábendingar: 

 • Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
 • vanmeðhöndluð hjartabilun
 • greinilegur sínus hægsláttur
 • gáttasleglarof af II. eða III. gráðu 
 • heilkenni sjúks sínushnútar
 • alvarlegur sjúkdómur í útæðum
 • hjartalost
 • þetta lyf má ekki gefa sjúklingum með hjartadrep og hjartsláttartíðni <45 slög/mínútu, PQ bil >0,24 sekúndur eða slagbilsþrýsting <100 mmhg
 • efnaskiptablóðsýring
 • alvarlegur teppusjúkdómur í lungum
 • samhliðameðferð með flocafenini
 • samhliðameðferð með sultopridi

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - serlyfjaskra.is

Markaðsleyfishafi: ratiopharm GmbH*

MET.R.2021.0001.01


Pakkningar

Vörunúmer Styrkleiki Magn
025239 50 mg 100 stk.
024901 100 mg 100 stk.
Ert þú heilbrigðisstarfsmaður?
Ýtarupplýsingar eru eingöngu ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum.
Nei