Lenalidomid Alvogen

Lenalidomid Alvogen inniheldur virka efnið lenalídómíð. Lyfið tilheyrir flokki lyfja sem geta haft áhrif á hvernig ónæmiskerfi líkamans starfar.

Ábendingar:

  • Mergæxli (multiple myeloma) Lenalidomid Alvogen sem einlyfjameðferð er ætlað til viðhaldsmeðferðar á fullorðnum sjúklingum með nýgreint mergæxli sem hafa gengist undir samgena stofnfrumuígræðslu. Lenalidomid Alvogen sem samsett meðferð dexametasóni, eða bortezómíbi og dexametasóni, eða melfalani og prednisóni er ætlað til meðferðar á mergæxli hjá fullorðnum sjúklingum sem ekki hafa fengið meðferð áður og eru ekki hæfir fyrir ígræðslu. Lenalidomid Alvogen ásamt dexametasóni er ætlað til meðferðar á fullorðnum sjúklingum með mergæxli sem hafa þegar fengið að minnsta kosti eina meðferð.
  • Heilkenni mergmisþroska (myelodysplastic syndrome (MDS)) Lenalidomid Alvogen sem einlyfjameðferð er ætlað til meðferðar fyrir fullorðna sjúklinga með blóðleysi sem er háð blóðgjöfum vegna heilkennis mergmisþroska með væga- eða miðlungsmikla-1- áhættu, í tengslum við óeðlilega arfgerð vegna 5q brottfellingar þegar aðrir meðferðarmöguleikar eru ófullnægjandi eða eiga ekki við.
  • Eitilbúaeitilæxli (follicular lymphoma) Lenalidomid Alvogen sem samsett meðferð ásamt rituximabi (mótefni gegn CD20) er ætlað til meðferðar fyrir fullorðna sjúklinga með eitilbúaeitilæxli (á stigi 1-3a) sem hafa áður fengið meðferð.

Frábendingar: 

  • Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna 
  • Þungaðar konur
  • Konur á barneignaraldri, nema þegar farið er eftir öllum fyrirmælum varðandi getnaðarvarnir

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - serlyfjaskra.is

Markaðsleyfishafi: Alvogen Pharma Trading Europe EOOD

LEN.R.2021.0001.01


Pakkningar

Vörunúmer Styrkleiki Magn
485911 5 mg 21 stk.
485553 10 mg 21 stk.
145479 15 mg 21 stk.
039829 25 mg 21 stk.
Ert þú heilbrigðisstarfsmaður?
Ýtarupplýsingar eru eingöngu ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum.
Nei