Isotretinoin ratiopharm

Isotretinoin ratiopharm inniheldur virka efnið ísótretínóín, sem líkist A-vítamíni. Ísótretínóín vinnur gegn þrymlabólum (graftarbólum) með því að draga úr virkni fitukirtla og kemur í veg fyrir myndun fílapensla og hindrar bólgumyndun í húðinni.

Ábendingar: Til meðferðar við slæmum þrymlabólum (s.s. hnúðóttum (nodular) þrymlabólum eða hnútörtum (conglobate) eða þrymlabólum þar sem hætta er á varanlegum örum) sem ekki svara hefðbundinni meðferð með sýklalyfjum og útvortis meðferð.

Frábendingar: 

Þungaðar konur eða konur sem hafa barn á brjósti mega ekki nota isotretinoin.

Konur á barneignaraldri mega ekki nota isotretinoin nema öll skilyrði í „Forvarnaráætlun til að koma í veg fyrir þungun“ séu uppfyllt.

Einnig má ekki nota isotretinoin hjá sjúklingum sem:

 • eru með skerta lifrarstarfsemi.
 • eru með mikla aukningu á blóðfitum.
 • eru með A-vítamíneitrun (hypervitaminosis A).
 • eru með ofnæmi fyrir virka efninu, soja, hnetum, Ponecau 4R (E124) eða einhverju hjálparefnanna.
 • fá samtímist meðferð með teracýklínum.

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

 • Vansköpunarvaldandi áhrif - Isotretinoin ratiopharm er vansköpunarvaldandi hjá mönnum. Alvarlegir og lífshættulegir fæðingagallar eru mjög algengir.
 • Isotretinoin ratiopharm má alls ekki nota ef: 
  • Kona er þunguð.
  • Kona er á barneignaraldri, nema að öllum skilyrðum um forvarnaráætlun til að koma í veg fyrir þungun sé fullnægt.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - serlyfjaskra.is

Markaðsleyfishafi: ratiopharm GmbH*.

ISO.R.2021.0001.01


Pakkningar

Vörunúmer Styrkleiki Magn
023114 20 mg 30 stk.
023125 20 mg 60 stk.
Ert þú heilbrigðisstarfsmaður?
Ýtarupplýsingar eru eingöngu ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum.
Nei