Grepid

Clopidrogrel, virka efnið í Grepid, hefur blóðþynnandi áhrif. Það kemur í veg fyrir samloðun blóðflagna, sem er fyrsta skrefið í blóðstorknun og myndun á blóðtappa. Clopidrogrel lengir einnig blæðingartíma. Lyfið er forlyf og þarf því að umbrotna í líkamanum áður en verkun þess kemur fram. Ef blóðtappi myndast og stíflar slagæð kemur fram blóðþurrð og jafnvel drep í vefjum sem æðin liggur til. Stífli blóðtappi bláæð myndast bjúgur og bólga í vefjum sem æðin liggur frá. Æðakölkun veldur æðaþrengingu og auknum líkum á því að blóðtappi nái að myndast. Grepid er notað til að fyrirbyggja heila- eða hjartadrep vegna blóðtappa, og dauða af völdum æðakvilla hjá sjúklingum með æðakölkun.


Pakkningar

Vörunúmer Styrkleiki Magn
072380 75mg 100
Ert þú heilbrigðisstarfsmaður?
Ýtarupplýsingar eru eingöngu ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum.
Nei
Við notum vefkökur (e.Cookies) m.a. til að tryggja að vefsíðan okkar virki á réttan hátt og til að greina umferð um vefinn. Nánar um vefkökunotkun.